hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

föstudagur, október 31, 2008


Mér finnst...

-Tom Waits frábær.
-Og síðar nærbuxur í vetrarkuldum líka.
-Blogg sjálfmiðuð og deyjandi.
-Skondið að margir skuli fá sömu hugmyndina sem virðist í andrúmsloftinu en að aðeins einn framkvæmi.
-Og enn skondnara að vatnið í skrokknum á okkur skuli geta sagt til um hvar við drukkum það.
-Ísland einkennilegt land, eða öllu heldur Íslendingar.
-Slæmt að fá martröð um húsfélagsformennsku.
-Fyndið ef gróðurhúsaáhrifin reynast bara vera bóla, svona eins og internetið.
-Rauðvín gott meðal við eirðarleysi.
-Orðið sjúkdómur merkilegt, dæmdur til sýki?
-Heimildamyndahátíðin CPH DOX spennandi.
-Drepfyndið að nú séu Norðmenn skyndilega vinsælli en Bretar og Bandaríkjamenn á landinu bláa.
-Peningar sem hægt er að handfjatla mun skárri en hugtök yfir fjármuni úr lofti.
-Synd að fólk skuli hætt að lesa Burda.
-Álandseyjar fremur óspennandi.
-Merkilegt að U skuli vera alþjóðlegt hikhljóð, þegar maður veit ekki hvað maður á að segja.
-Súrt í broti að eiga tölvu í andarslitrunum.
-Það ekki frétt, þótt svo DRRRR hafi sagt frá því, að errið sé að hverfa úr dönskum framburði.
-Að leiðtogi Lappa ætti að kalla sig LapTop.

|

þriðjudagur, október 28, 2008

Fyrst lífið er það sem gerist þegar maður hefur önnur plön, þá er ég að lifa lífinu. Það er skemmst frá því að segja að ég er búinn að:

- skalla rúðu í verslun. Vandræðalegt og klárlega ekki hápunktur liðinna vikna.
- eta currywurst svokallað í höfuðborg Þýskalands.
- steyta belgískar frelsiskartöflur úr hnefa í Brussel.
- snæða súrkál og svínapylsur með Lottu Lille í Strassborg (og flatböku í Lúxemborg).
- sjá Kossinn, í austurhluta sömu borgar.
- fá fréttir af vini á leið til útlanda að endurvinna.
- skoða Sachsenhausen útrýmingarbúðirnar, í grenjandi roki, rigningu og sól.
- hjálpa ótal erlendum blaðamönnum að ná í slegna Íslendinga og tafsandi embættismenn.
- átta mig á að við Bubbi hljómum eins þegar við tölum dönsku.
- láta íslenskar bölsýnisfréttir sem vindhviðu um eyru þjóta og tekið meðvitaða ákvörðun um áframhaldandi afneitun. Ég er Svíi.
- hlusta á Steingrím Joð í Jónshúsi.
- spjalla við Kurt Westergaard. Fínn kall.
- fara á trúnó með finnskri stúlku.
- láta mér þykja vænt um krass þriggja ára frænku.
- hugsa með mér að Gorbachev sé svalur.
- lesa þá miklu visku að næturstaður undir kókospálma sé óskynsamlegur.
- svipast um hjá STASI.
- kúra í litla bróður.
- velta fyrir mér mýtunni um góðan smekk homma. Hún er röng.
- hitta fjölmiðlafulltrúa finnsks sendiráðs, í jakkafötum og ósamstæðum skóm. Það er fulltrúinn, ekki ég.
- lesa um óbærilegan léttleika íslensku krónunnar, í Financial Times.
- hugsa til aldraðs bróður míns á afmælisdegi hans.
- skvetta í andlitið á mér.
- fylgjast með konu með lystarstol. Hún líkist Ídu í Kattholti Lindgrens.
- fá að vita að svona punktablogg veki fleiri spurningar en það svari. Smáatriðin verður Beta Baun að fá yfir kaffibolla.

|