
Mér finnst...
-Tom Waits frábær.
-Og síðar nærbuxur í vetrarkuldum líka.
-Blogg sjálfmiðuð og deyjandi.
-Skondið að margir skuli fá sömu hugmyndina sem virðist í andrúmsloftinu en að aðeins einn framkvæmi.
-Og enn skondnara að vatnið í skrokknum á okkur skuli geta sagt til um hvar við drukkum það.
-Ísland einkennilegt land, eða öllu heldur Íslendingar.
-Slæmt að fá martröð um húsfélagsformennsku.
-Fyndið ef gróðurhúsaáhrifin reynast bara vera bóla, svona eins og internetið.
-Rauðvín gott meðal við eirðarleysi.
-Orðið sjúkdómur merkilegt, dæmdur til sýki?
-Heimildamyndahátíðin CPH DOX spennandi.
-Drepfyndið að nú séu Norðmenn skyndilega vinsælli en Bretar og Bandaríkjamenn á landinu bláa.
-Peningar sem hægt er að handfjatla mun skárri en hugtök yfir fjármuni úr lofti.
-Synd að fólk skuli hætt að lesa Burda.
-Álandseyjar fremur óspennandi.
-Merkilegt að U skuli vera alþjóðlegt hikhljóð, þegar maður veit ekki hvað maður á að segja.
-Súrt í broti að eiga tölvu í andarslitrunum.
-Það ekki frétt, þótt svo DRRRR hafi sagt frá því, að errið sé að hverfa úr dönskum framburði.
-Að leiðtogi Lappa ætti að kalla sig LapTop.