hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

laugardagur, maí 05, 2007


Fjósalykt, hrossagaukur, mömmumatur, trampólín, vor, skríkjandi krakkar... Ég er sem sagt á Hvolsvelli, í órafjarlægð frá staðnum þar sem þessi mynd var tekin, í þorpinu Vungut í Malaví... Jódís vakti mig í morgun með því að rétta mér gleraugu og tíkall. Fyrir rúmri viku var ég í Nairobi með Kenya Airways, einmitt áfangastað þeirra 115 sem fórust í nótt, með vél Kenya Airways. Heppinn.

Kaupmannahöfn á þriðjudag...

|

fimmtudagur, maí 03, 2007


Þessi bróðir minn, þessi fjallmyndarlegi maður, á afmæli í dag... Hann lætur lítið á sjá með árunum.

Í öðrum fréttum eru drukknandi ánamaðkar á götum Reykjavíkur, Dagný og fjölskylda komin heim frá Japan og DK, Hlédís komin frá Indlandi, og það að nú hefur maður tvo mánuði til stefnu til að finna sér maka, ef ætlunin er að ganga í hnapphelduna þann 070707 með öllum hinum sem fengu hugmyndina...

Keypti takkaskó og legghlífar og flissaði meðan ég setti búnaðinn á mig fyrir æfinguna í gærkvöld. Í dag, get ég varla gengið.

Lífið er saltfiskur, skin og skúrir, drama; samt mest til að njóta þess.

Birtan á Íslandi er fín. Fer heim í sólina í Köben á þriðjudag, unnustan Íris verður á Indlandi þannig að hana fæ ég ekki að berja augum fyrr en nokkrum dögum seinna...

Síðar...

|

mánudagur, apríl 30, 2007

BETRA ER BARMSPARAÐ EN BOTNSKAFIÐ

|