
Fjósalykt, hrossagaukur, mömmumatur, trampólín, vor, skríkjandi krakkar... Ég er sem sagt á Hvolsvelli, í órafjarlægð frá staðnum þar sem þessi mynd var tekin, í þorpinu Vungut í Malaví... Jódís vakti mig í morgun með því að rétta mér gleraugu og tíkall. Fyrir rúmri viku var ég í Nairobi með Kenya Airways, einmitt áfangastað þeirra 115 sem fórust í nótt, með vél Kenya Airways. Heppinn.
Kaupmannahöfn á þriðjudag...