hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

fimmtudagur, júní 16, 2005

Eitt af því...

...sem ég á afskaplega erfitt með, er að velja spólu á myndbandaleigum. Tengist valkvíðanum í seinasta bloggi. Enn eitt lúxusvandamálið. Það mundi einfalda málið ef það væri bara ein gamanmynd, ein ástarvella og einn spennutryllir. ,,Góða kvöldið, fá hjá þér gamanmyndina. Já, þessa með Goldie Hawn.”

Annað sem ég á erfitt með er að halda mér vakandi yfir spólunni. En það er önnur saga. Closer fannst mér virkilega góð, Lost in Translation fannst mér ágætt.

Í dag brann ég og bar á mig sólarvörn. Í þessari röð. Sat með Gígju og Ragnheiði á Vegamótum í tvo tíma í dag, í steikjandi hita. Keyrði svo Steinar litla í barnavagni niður Laugaveginn og fannst ég vera að villa á mér heimildir... Eins og ég þyrfti að afsaka það að ég væri með barn í vagni.

Í kvöld komst ég svo að því að það er megrun í sjálfu sér að drekka sódavatn. Þar sem þú gætir verið að drekka Coke. En velur að drekka sódavatn. Afskaplega snjallt, finnst ykkur ekki?

Mundi ekki trixið mitt í kvöld, það að kyssa fólk sem setur mann í vandræðalega aðstöðu. Hitti aðila sem gerði mig frekar aulalegan, fattaði ekki að smella einum á kinnina á honum. Það er svo ljómandi gott til að slaka á spennu og brjóta upp aðstæðurnar, það hef ég margoft reynt. Mundi það bara ekki í kvöld.- Kevin, konungur vandræðalegra augnablika...

Sumarhúpa og broppinkakur. Humarsúpa og kroppinbakur. Hræðist það eiginlega hvað mér finnst þetta fyndið.

Sem sagt, enn ein nóttin sem ég fer að sofa um fjögurleytið. Sól og sumar...

Ykkar Kevin

|

þriðjudagur, júní 14, 2005

Þetta er...

...ein af þessum íslensku sumarnóttum, þegar maður á aldrei að fara að sofa. Blankalogn og kyrrð, ekki ský á himni og bjart eins og það sé miður dagur.

|