hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

laugardagur, júní 11, 2005

Mér leiðist...

...þess vegna borða ég.
Klukkan er að verða eitt á föstudagskvöldi. HH er að hlusta á útvarpsþátt á Rás 1 um brasilíska bossa nova tónlist, Astrud Gilberto, Stan Getz, Antonio Carlos Jobim; ljúft... Þau gerast varla villtari, föstudagskvöldin? Hmmm... : ) Hvar sofnaði ég eiginlega á verðinum? Er einmitt að velta því fyrir mér að tölta út í 11-11, á Hagkaupssloppnum og inniskónum, að kaupa Coke... Ég er nefnilega svo flippaður.

Átti alveg frábæran vinnudag. Var búinn að gleyma hvað dagarnir í þessari vinnu geta verið ólíkir. Stundum er maður við að hengja sig í símasnúrunni eða að skera sig á púls með einni fréttatilkynningunni, á meðan aðra daga gengur allt upp og allt leikur í höndunum á manni.

Er að lesa Fjarri hlýju hjónasængur, eftir Ingu Huld Hákonardóttur, í annað skiptið. Aaafskaplega góð.

Vandi minnar kynslóðar er of mikið val. Komst að þessu í gær eftir langa umhugsun... Svo sem ekkert nýtt. - Velja föt, nám, starf, banka, götur, vini, síma, land, hárvax, skap, strætó, tónlist, bíómynd, lestrarefni, verkefni, hugðarefni, akrýlmálningu, kaffihús, tölvu, tækifæri, umorða, henda eða ekki, eyða, segja satt, segja það sem manni finnst, fá sér súkkulaði, lesa, hætta að blogga eða ekki, láta frá sér heyra eða ekki, synda eða hlaupa, Apple eða PC, voice-over eða band, Cheerios eða All Bran, Fjörmjólk eða Léttmjólk, senda sms eða ekki, kaupa eða sleppa því, fara í brúðkaupið eða ekki, móðgast eða ekki, fara eða vera...

Síðar.

|

fimmtudagur, júní 09, 2005

„Milljónir manna sem þrá ódauðleika vita ekki hvað þeir eiga að gera af sér á sunnudögum. “
Susan Ertz

Fyndið.

|

miðvikudagur, júní 08, 2005

Ég á vinkonu...

...sem er búin að vera það dugleg að fjölga mannkyninu síðustu fjögur ár, að henni finnst hún nakin ef hún fer út úr húsi án barnavagns.

|

þriðjudagur, júní 07, 2005

Finnst tryggingafélögin og bankarnir...

...hafa svipt mig ánægjunni af því að mála. Ég hef í gegnum tíðina séð svo margar auglýsingar með fjallmyndarlegu ástföngnu fólki, pörum, sem mála saman eldhúsið og borðstofuna, þar sem þau gátu leyft sér það því þau voru svo vel tryggð eða ávöxtuðu pund sitt. Ég er tryggður en makalaus. Fannst ég óskaplega einmana meðan ég málaði eldhúsið mitt um helgina, aleinn. Engin hlátrasköll eða maki sem ég ataði út í málningu, eða taumlaus ástarmök á dagblaðapappír á gólfinu... Bara ég, útvarpið og plastakrýl 30.

|