



Frá því ég bloggaði seinast hef ég...
- séð geishur í Kyoto.
- brunað í Shinkansen hraðlest á 300 km hraða.
- unnið af mér rassgatið.
- sofið 3-4 klst. á nóttu, lífsklukkan er biluð.
- þuklað ólétta bumbu.
- dreypt á ódrekkandi hnausþykku en meinhollu grænu tei.
- getað vindþurrkað á mér sitjandann á þrjá mismunandi vegu, á japönsku salerni.
- gleymt að læsa þessu sama salerni. Gaman.
- villst í Hiroshima.
- villst á Fredriksberg.
- unnið ljótudansakeppni við Þóri og Jacob.
- lesið Skugga vindsins, eftir Zafon, eins og vindurinn.
- tekið lyftu upp 52 hæðir, á jafnlöngum tíma og RÚV lyftan fer 4 hæðir. Táknrænt?
- ekki verið klipinn í japanskri lest, ólíkt meginþorra japanskra kvenna.
- sungið í karaoke. Vandræðalegt.
- gist á Ny Östergade.
- horft á Matador.
- og svo ótal, ótalmargt fleira.