hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

föstudagur, júlí 23, 2004

Klám og hor...
 
Frá því ég bloggaði seinast hef ég séð kollega minn bora í nefið á sér...
Á Ölstofunni í gær var rætt um hversu klúrir og klámfengnir vinnustaðir Fréttastofur RÚV væru, borið saman við aðra vinnustaði. Klippiherbergi og hljóðstofur bjóða vissulega upp á daður og perversjónir, svo ég tali nú ekki um þegar unnið er hratt og undir álagi.
Ég hef samt aldrei talið klúrheit ástæðu þess að þar þrífst ég en þetta er samt umhugsunarvert... Síðar.

|

Hikst...
...Mæli með áfengi í blóði að morgni föstudags, vinnan verður svo miklu, miklu skemmtilegri. Rúvarar hittust á Ölstofunni í gærkvöld... Gaman.

|

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Fór illa með Þorgrím Þráins...
 
...á dögunum þegar ég kom hlaupandi í ræktina fyrir helgi. Ég rykkti í stóru þungu hurðina að búningsklefunum og fékk Þorgrím í flasið. Hann var sem sagt á leiðinni út úr klefanum, snurfusaður og fínn og var ekki á sama tempói og ég heldur aðeins hægari, og hélt einmitt um húninn hinum megin. Þannig að ég kippti manninum úr axlarlið og baðst svo fyrirgefningar.
Fór í sund í morgun klukkan átta með Dagnýju og Arnari fóstursyni mínum, sem fer að verða tveggja ára. Áherslan í lauginni var önnur en vanalega, meira lagt upp úr busli; rosalega gaman. Ákvað að láta það ekki skemma fyrir mér daginn að hann kallaði mig afa. Ég veit ég er tekinn í andlitinu eftir sólina um helgina en finnst ég samt ekki það ellilegur, finnst ég eiginlega bara ágætur.
Fór út í hádegishléinu í vinnunni í dag, eins og venjulegt fólk gerir í venjulegum vinnum; tók klukkutíma mat og það gerist aldrei.
Spenntur fyrir Köben í haust... Það styttist.
Innilega sammála Lovísu um panflautumúsíkantana á Lækjartorgi. Var næstum búinn að borga þeim fyrir að hætta að spila þegar ég sat á Segafredo um daginn. Finnst fátt hallærislegra en panflautur. Hef verið með Ísrael-Palestínuóþol í hátt í viku. Og var svo að velta fyrir mér hvort fréttir af hörmungum í Súdan nái athygli Íslendinga, fólki finnst þetta e.t.v. það langt í burtu að það komi því hreint ekki við? Einhver? Og hafa margir lesendur Hárliða áhuga á fundi Hvalveiðiráðsins í Sorrento?
Kveðjupartý Kollu Vöku á föstudag og þrítugsafmæli Jóns Þórs í Borgarfirði á laugardag.
Og þá að allt öðru, samt ekki til útlanda. Var að velta fyrir mér kenningunni um að fólk væri fífl, kenningu sem ég hef oft trúað á. Held sumir séu meiri fífl en aðrir. Síðar.

|

mánudagur, júlí 19, 2004

Sól, sól, sól...
 
Nú þegar Blogger er farinn að bjóða upp á liti, fær bloggið mitt þá ekki sérstöðu? Ég reyndi t.d. að velja gulan fyrir fyrirsögnina en verandi litblindur þá er ég engan veginn viss um hvort ég rambaði á skærgrænan eða skærgulan... Fylgist spennt með. Rauður, fjólublár? Grænn? Mun halda mig við svart.
 
Helgin var undirlögð af sól. Gríðarlega gott helgarfrí að baki. Sól, sund og sólbruni. Þóra Arnórs bjargaði mér frá því að þurfa að taka aukavakt í dag þannig að ég gat notið sunnudagsins. Sá sýningu hjá Brúðubílnum á föstudaginn í Árbæjarsafni. Drakk kaffi með Helgu Stephens, Birgi Ísleifi Gunnarssyni yngri og Vigdísi Másdóttur, eftir sýningu. Mæli með Brúðubílnum og fólkinu sem þar vinnur. Annars rennur helgin í eitt í sól, skrall og áfengisneyslu. Vigdís, Þórir og Héðinn borðuðu hjá Gulla á Café Óperu á laugardagskvöldið og það var stórgott, eiginlega svo gott að það er erfitt að lýsa því. Fjórréttað, fordrykkir hér og þar, bjór, hvítt og rautt, hörpudiskur, humar, kjúklingur, sullblautar súkkulaðikökur, creme brulé o.s.fv. Og auðvitað þjónusta í sérflokki frá þjóninum á Þakinu.
Eftir öll þessi átök og allt þetta fólk, keyrði ég út úr bænum undir kvöld, hafði þörf fyrir að komast burt. Hlustaði á Barry White á leiðinni á Hvolsvöll á Vectrunni. Kíkti á ömmu Lottu sem var kát og hress, kíkti svo á Kára bróður og við grilluðum saman og kjöftuðum til miðnættis, með og við Kristínu, hans ektakvinnu.
Komst að því á skrallinu um helgina að HH og Þórhildur ofurkona glíma við svipaðan vanda...
Er staddur í Njálsgerðinu í sumarbústaðastemningunni, heiðskírt, logn og mófuglar. Ætla að skríða upp í rúm með bókina Þriðjudagar með Morrie. Fann hana á náttborði mömmu en las um hana fyrir einhverjum mánuðum og varð spenntur. Ný vinnuvika hefst á morgun, síðar.

|