hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

föstudagur, maí 09, 2003

Helvíti, nú datt út óskaplega djúp pæling um lífið og tilveruna, bara rétt sisvona, hvernig fór ég að þessu? Var að tala við Þórunni vinkonu í símann og það var svo gaman hjá okkur, var bara að hætta að hlæja rétt í þessu, enn með krampa...

|

Jæja, þá er maður byrjaður að fikra sig áfram. Ætlaði reyndar aldrei að leggja út í þetta. Var svo viss um að ég yrði óskaplega persónulegur bloggari, svona eins og Helgi, persónulegi trúbadorinn. Svo eru bara allir að blogga í kringum mann og þá langar mann auðvitað líka. Ég er ekkert óskaplega tölvusinnaður sem mun e.t.v. skína í gegn í möguleikum á síðunni, sjáum til með það. En annars, klukkan er að ganga ellefu á föstudagskvöldi og ég er ekki að gera það sem mig langar mest að gera á þessum tíma sólarhrings á þessum vikudegi. Er uppi á Fréttastofu að læra undir undir munnleg próf næstu viku, gaman að því. Svanhildur er hér handan við hornið að grúfa sig yfir sínar bækur.

|

Halló, er einhver þarna?

|

Halló, halló, hvernig í ósköpunum virkar þetta allt saman? Flest er nú hægt á gervihnattaöld...

|