hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

föstudagur, maí 16, 2008


Frá því ég bloggaði seinast hef ég...

- verið kjaftstopp yfir gjöf eftir Stórval, og er það enn.
- verið grasekkill, konan er í NY og á Íslandi.
- verið ringlaður.
- áttað mig á að nú blogga ég mánaðarlega. Það er af sem áður...
- málað íbúð með tveimur trukkum sem kunnu til verka.
- verið píndur í khaki/safari/Attenborough skyrtu, sem andar og virkar í sjónvarpi.
- sólað mig.
- grillað upp á húsþaki.
- fengið góðar fréttir af fólki á leið til Malaví, Mósambik og Súdan.
- gert asnastrik og uppskorið samviskubit.
- fylgst með Obama og Hillary.
- verið með of feita putta fyrir ipod. Merkilegt.
- setið á tröppum Frúarkirkjunnar, aftur og aftur.
- gert mikilvæga uppgötvun um sjónvarpsfréttir um kvenkynið.
- langað að lesa Laxness og standa á íslenskum fjallstoppi. Kannski ég lesi ræðu Rauðsmýrarmaddömmunnar í kvöld?
- lesið Sköpunarsögur og Undtagelsen eftir Jungersen.
- hlegið að því hvað Kaupmannahöfn er lítil.
- hitt tengdaömmu og afa í Lundi, Ara og Siggu fínu svokallaða.
- tengt sjónvarp, algjörlega upp á eigin spýtur.
- sörfað á alneti nágrannans. Takk.
- skipulagt laaangt ferðalag til -istan landa, og Íran.

|