hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

sunnudagur, júní 01, 2008

Frá því ég bloggaði seinast hef ég...

- ekki getað varist þeirri hugsun að Íslendingum væri nær að senda teppi til Myanmar en ekki á Selfoss og að ef til vill ætti orðalagið að einhver ætti um sárt að binda, ekki við, þegar rætt væri um Sunnlendinga, sem þolendur og fórnarlömb. Sannar bara enn og aftur að fólk skilur hluti fyrst þegar það svíður undan þeim á eigin skinni og að neyð og tilfinningar eru ekki mælanlegar. Pínlegt, engu að síður.
- komist að því að Eurovisionpartý er ekki Eurovisionpartý fyrr en hárblásarinn/vindvélin, er dregin fram.
- saknað konunnar minnar.
- keypt Harry Belafonte á vinýl.
-reynt að túlka það sem lán þegar dúfa skeit á myndavélina (splasss) í miðju viðtali.
- undrast suma Akurnesinga i flóttamannamálinu og fagnað bloggi Sigrúnar um Íslendinga með svitadropa á efri vörinni, eigendur flatskjáa, að tjá sig með rassgatinu um hluti sem þeir vita ekkert um, það er neyð fólks sem ekki býr í nafla alheimsins, Íslandi.
- rætt við Geert Wilders og Mogens Camre.
- fundið að símaóþolið mitt er að versna.
- sprangað um borgina með Siggu systur, sætari og frægari systurinni. Ljúft.
- bakað gráfíkju- og döðluköku upp úr bókinni Ánægjustundir í eldhúsinu. Sætt.
- fjárfest í stofuborði og mynd af svissneskri fjallasýn. Kitsch.
- hitt gæðafólkið sem var vottar þegar ég var skírður fyrir fáeinum árum.
- keypt flug til Lundúna, Seattle og Vancouver í ágúst. Einhverjar ábendingar frá staðkunnugum???

|