hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

föstudagur, ágúst 17, 2007


Í dag...

...er töff að eiga frí í vinnunni, vera með steinsmugu og hausverk heima hjá sér, hlusta á Callas, drekka blóðbergste og kaffi með gervirjóma, lesa Svartfugl og plögg um endurkomubann á hælisleitendur. Það sem af er degi hef ég dregið lítinn frænda á fætur, í bókstaflegri merkingu, setið einn fund og farið á trúnó á Kaffitári. Auk þess hugleitt vina- og óvinasambönd.

Frá því ég bloggaði seinast hef ég skemmt mér í Húsdýragarðinum með Dagnýju, Arnari, Ægi, Sigga og Agnesi, étið ís með Möttu og orðið vitni að rekkjubrögðum í bíl úti við Gróttu, látið fjúka í mig, talað við skattinn, þótt vænt um endurskoðandann minn, hringt í vinkonu á slysó, klappað Védísi á kollinn, heyrt Jódísi segja Héði en ekki Nenni, étið focaccia hjá Þóri og Jakobi, keypt mér bækur sem langt er í að ég komist yfir að lesa, fitnað, verið tekinn fyrir of hraðan akstur og glaðst á hátíð íslenskra kynvillinga um seinustu helgi, svo fátt eitt sé nefnt.

Þessi frábæra blaðamennska, um Heimsminjaskrá UNESCO, á forsíðu Fréttablaðsins í morgun, fannst mér skemmtileg: ,, ...verslunarstaðurinn Gásir reyndist ekki svo sérstakur þegar upp var staðið. Gömul útvarpsstöð í Svíþjóð og sögunarverksmiðja í Finnlandi teljast hins vegar nægilega merkar til að hljóta þennan virðingarsess." - Örlar á biturð? Einhver?

Heiða og Titti voru að eignast strák :)

Sex dagar i Kaupmannahöfn...

Held orð dagsins sé gróm; kemur fyrir í Svartfugli. Gróm er óhreinindi, botnfall eða ögn :)

|