hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

miðvikudagur, mars 05, 2008


Frá því ég bloggaði seinast hef ég...
-uppgötvað að rósin á stigaganginum á Bitru og ég hef hugsað með mér að vökva, í hvert einasata sinn sem ég hef séð hana, er gervi - eins og svo mörg okkar.
-týnt ipod og eignast annan.
-daðrað við Bakkus og óminnishegrann.
-heimsótt Ernu frænku í Suderbrarup og spókað mig í Flensborg, Þýskalandi, ásamt fósturdóttur minni, bróður og mágkonu.
-farið í blóðprufu og staðið mig eins og hetja.
-fundið nýja íbúð, ásamt ástkonunni, við Söerne, á besta stað í bænum.
-lokið við Íslamista og naívista eftir Pittelkow og Jespersen, Harðskafa eftir Arnald og byrjað á Aðventu eftir Gunnar.
-haft þolinmæði af skornum skammti.
-skroppið til Íslands, lent í hríðarbyl, og hitt marga góða vini.
-klæmst við Möttu. Og Írisi, en það er fastur liður.
-fagnað dönsku vorkomunni.
-langað til Lundúna.
-boðist vinna í Líberíu; og afþakkað.
-bakað gulrótarköku, og nei, það er löngu búið að afsaka bökunarkenninguna.
-grátið af gleði.
-farið á tangónámskeið með Swinger klúbbnum mínum.
-ákveðið að Beta Baun sé eiginlega uppáhaldsbloggarinn minn, hún er svo spök og yfirveguð.
-fengið afskaplega slæmar og afskaplega góðar fréttir.
-gert afskaplega slæmar og afskaplega góðar fréttir.
-fengið tækifæri til að sitja á kaffihúsum og stara út í loftið.
-hugsað um kulnun í starfi og á hvaða aldursskeiði hún geti hent.
-pirrast á svartklæddum stuðningsmönnum Ungdómshússins sem hvern fimmtudag safnast saman fyrir utan vinnuna mína, í síðum leðurfrökkum og götótt í framan, og spila leiðinlega tónlist og garga. Finnst þau ættu að fullorðnast og fá sér vinnu.
-ekki getað þagað yfir leyndarmáli.
-hafið átak um að vinna minna.
-áttað mig á því að Kastljós er ekki aumingjavænt, borið saman við Go´ Aften Denmark, mér er misboðið á hverju einasta kvöldi; (gestur okkar í kvöld er öryrkinn Britta; hún er einfætt, lit- og lesblind, ófrjó og með blettaskalla, á á hættu að fá brjóstakrabba en á ekki fyrir bólusetningu, og missti tvíburasystur sína á voveiflegan hátt í Myanmar þegar þær voru þar að leita föður síns, sem var kroppinbakur og misnotaði báðar dætur sínar. Systurnar fundu hann hins vegar ekki, en Britta segir okkur hins vegar sögu sína í kvöld!)

|