hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

laugardagur, janúar 15, 2005

Lykta eins og hamborgari...

...þar sem ég var að koma af Laundromat. Sexý. Þoka og kuldi í Kaupmannahafnarborg í dag. Aldrei þessu vant.

Sýnist margir vera í janúartilvistarkreppu; að spyrja sig hvert þeir stefni, fyrir hvað þeir standi, hvað þá langi, o.s.fv. Eflaust hollt að taka sér þessa hér til fyrirmyndar. Hún er á leiðinni til Eþíópíu.

Var að átta mig á að ég hef vaknað upp með Stevie Wonder í eyrunum og græjunum seinasta hálfa árið. Ætla að halda því áfram, hvað sem hver segir. Af hverju að hætta því sem virkar? Ég hætti að hlusta á Stevie þegar diskarnir brotna eða bráðna undan álaginu.

Hvað á maður til bragðs að taka þegar maður er leiður á eigin ritskoðun á eigin bloggi? Mér finnast leyndarmál leiðinleg.

|

föstudagur, janúar 14, 2005

Bloggað með óráði...

...eftir fjórtán tíma vinnutörn bak við barinn og að skemmta úti í sal.

Kevin kynbomba, Rúvari, eiginmaður minn í næsta lífi, Danatryllir, flakkari, hugsjúkur, fréttapési, Kevin, Hárliði, Hönk... Þetta eru krækjur á mig á hinum ýmsu síðum. Maður er svo margbrotinn persónuleiki.

Af hverju þurfa erlendir háskólar að hafa 15. janúar sem umsóknarfrest? Mér er spurn. Slæmt að finna loksins afskaplega spennandi master, aðfaranótt 15. janúar. Gaman að þessu.

Kominn háttatími á mig. Síðar.

|

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa...

Einhver var að auglýsa eftir leiðarvísi á stráka. Held ég búi yfir honum, reyndar yfir stelpur líka. Var bent á þess kenningu fyrir nokkrum dögum og finnst hún alveg bráðsnjöll. Um hana hafa líka verið skrifaðar lærðar bækur... (Þó líklegast í Bandaríkjunum, þar er jú allt til.)

Kenningin er þessi... Til að fá strák/stelpu til að virka, kemur maður fram við hann/hana eins og þú kæmir fram við hund. Þegar hvolpurinn/strákurinn hleypur frá þér, þá kallarðu ekki á hann eða eltir, heldur bíður eftir að hann komi til þín.
Ágætt, svo langt sem það nær.

Málið vandast hins vegar þegar hvolpurinn/strákurinn/stelpan pissar á gólfið því undir venjulegum kringumstæðum dýfir maður hundstrýninu í hlandið til að venja hvolpinn af ósiðnum... Er ég kannski að skjóta sjálfan mig í fótinn og er þá alls ekki hægt að heimfæra uppeldi hunda upp á mannfólk? Nema kannski upp að vissu marki?

Er annars að reyna að rifja upp það sem mér var kennt eitt síðkvöld á Sólon í jólafríinu. Um göngulag karlmanna... Hver getur frískað upp á minni mitt?

|

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Ég sé allt í móðu...

...og mun gera næstu mánuði. Var að taka upp nýjar linsur sem eitthvað virðast skakkar og skældar.

Vegir liggja til allra átta en vegir óvenjumargra virðast þó liggja til Kaupmannahafnar næstu vikurnar. Gott mál. Fyrir alla nema Gulla.

Byrjaði daginn á útréttingum á skattinum, þjóðskrá, bókasafni og pósthúsi. Endaði hann í Klampenborg að horfa á Gladiator með Chris. Fínn dagur.

Vinnan er afskaplega fín. Ánægður. Hef samt fengið á tilfinninguna að ég sé skemmtikraftur en ekki barþjónn því sænska danskan mín er svo fyndin... Þannig að ég geng á milli borða og breiði út gleði og kátínu.

Þessu bloggi var nýlega lýst sem endalausri og fyrirsjáanlegri kaldhæðni... Er enn að hugsa minn gang. Hugsi.

|