
Nei, elsku Baldvin...
...Það hryggir mig meira en orð fá lýst að segja þér að ég skulda þér ekki sms.
Allt öfugsnúið þessa dagana. Elliheimilisfílingurinn úr sögunni þar sem það er búið að flytja mig upp á sjöundu hæð, það er ekki fyrir nein karlæg hró að klifra þangað upp. Sögulegt símtal frá Guðlaugi Kristmundssyni, stöddum í San Fran. Heimabankinn segir mér að ég eigi ekki kreditkort. Finnst það fínt. Frí frá ritgerð í dag vegna veðurs, sólar og hita. Og úr því ég er ekki að skrifa ritgerð, er ég að lesa Cause Celeb og To kill a Mockingbird. Arabar (andsetnir terroristar) geta ekki lengur flogið um Evrópu fyrir hysterískum, fordómafullum Evrópubúum. Finnst það fyndið og skelfilegt. Og kýr í Chester baula á annan hátt en kýr í Oxfordskíri. Ruglingslegt blogg? Þannig er það nú bara... Sumar og sól. Jódís og Sigga systir.