hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Vinkona mín ætlar að verða betri manneskja í ár...

Nema hvað hún hefur ekki sett sér nein markmið sem varða leiðina að þessu göfuga marki. Hún ætlar bara að fara með möntru og athuga hvort það virki ekki eitt og sér... ,,Ég er betri manneskja, ég er betri manneskja, ég er betri manneskja." - Ég hefði haldið að það þyrfti meira til.

Ég er bjartsýni en jafnframt óþolinmóði maðurinn sem keypti sér gallabuxur í dag. Gallabuxur sem verða flottar eftir hálft ár. Þá má fyrst þvo þær. Ég á að ganga í þeim í sex mánuði svo þær aðlagi sig að vexti mínum og verði ,,persónulegar". Næstu sex mánuði hef ég sem sagt eitthvað að gera; að bíða eftir því að gallabuxurnar verkist. - Með þessu er ég líka að svipta átta ára gamalt barn í fjarlægu landi, vinnunni. Það sem hingað til vann sér inn smápening við að skrapa og raspa gallabuxur svo vestrænt, spillt ungmenni, liti við þeim. Það auralausa barn er í vondum málum í dag.

Kaldhæðni Hárliði kann afskaplega vel að meta nafnið á sölubúð dönsku Blindravinnustofunnar hér í nágrenninu. Búðin heitir Við sjáumst. Heitir þetta að hafa húmor fyrir sjálfum sér?

Um helgina gerði ég flest annað en að dansa uppi á borðum. En það mátti ekki litlu muna.

Ég er nokkuð hamingjusamur...

|

sunnudagur, janúar 16, 2005

Singler bliver kærestesyge i januar...

,,Det er højsæson for nyt liv. Man holder op med at ryge, går på low-carb-diæt og tager i fitnesscenter. Julens familiecirkus får også nogle til at tænke - nu er det slut, nu må jeg altså til at skabe mine egne rammer og min egen familie."
Christine Feldthaus, livsstilskonsulent.

Fyndið. Mátti bara til með að vitna í þessa forsíðufrétt Urban. Fréttin er sú að stefnumótaþjónustur og netsíður eru að kikna undan álagi danskra einhleypinga sem eru að taka við sér á nýju ári. - Er enginn að gera þessu skil í íslenskum fréttamiðlum?
Á öðrum stað í blaðinu er viðtal við stúlku sem stundar netchat, netspjall eða stefnumót á netinu, samhliða heimilisstörfum. Athyglivert.

Ef ég væri viðbjóðslega rík poppstjarna, mundi ég gefa peninga undir nafni og fara með látum til Sri Lanka, með ljósmyndurum og förðunarliði til að vekja athygli á sjálfum mér, eða gæfi ég peninga til fórnarlamba flóðbylgjunnar og héldi um það kjafti?

Ég hef fengið liðsauka í því að vera eirðarlaus. Kristinn Óli er fluttur inn á Ny Ostergade. Hann á það til að vera viðþolslaus af eirðarleysi líkt og ég og því sé ég hag minn vænkast í því að vera eirðarlausir saman frekar en að vera það einn; ákveðið hagræði í því fólgið.

Alltaf fyndin sjón að sjá pylsuvagni ekið heim síðdegis, á háannatíma. Nema hvað, pylsusalinn gengur framan við vagninn, sem knúinn er áfram af mótor. Öll bílaumferð er nánast stopp en pylsusalanum líðst þetta, því þetta er Danmörk, pylsulandið. Steff Houlberg.


|