hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

laugardagur, október 27, 2007


Ég er sá sem...
...sleikti sólina í Trastevere í Róm í dag. Ég er líka sá sem er búinn að drekka einum of marga espresso undanfarna tvo sólarhringa. Og borða cornetto, foccacia, penne all´arrabbiata og saltimbocca alla romana; og skola því niður með rauðvíni. Ég er sá sem tók ítarlegt viðtal við ráðherra í ítölsku ríkisstjórninni, án þess að ýta á REC takkann. Einu sinni er allt fyrst... Ég er maðurinn sem neitaði að dansa við tvær rómverskar stúlkur á klúbbi í gærnótt. Ég er pilturinn sem hitti feiknin öll af áhugaverðu fólki í gær. Ég er líka trúleysinginn sem varð vandræðalegur við það að hitta Jósef Ratzinger og þiggja af honum talnaband. Og ég er sá sem velti vöngum yfir afdrifum mannsins sem kom til mín á Termini lestarstöðinni í dag og bað mig að gæta farangursins sins. Ólánsmaðurinn kom aldrei aftur. Ég beið í kortér og endaði á því að hlaupa í mína lest aður en hún rann úr hlaði. - Og svo er ég maðurinn sem er kominn aftur til Kaupmannahafnar :) Húsmæðraorlof í Berlín í næstu viku!

|

mánudagur, október 22, 2007



Hvernig byrjar maður aftur að blogga eftir hátt í tveggja mánaða hlé? Með öðruvísi tónlistarmyndbandi úr filippeysku fangelsi? Þökk sé youtube.com.

Það er kalt í Kaupmannahöfn og mig skortir einbeitingu. Bakaði döðlubrauð í fyrradag og afsannaði bökunarkenninguna. Stóri bróðir minn varð 33 ára í gær. Annars er hann væntanlegur hingað með fjölskylduna og mamma og pabbi nýfarin héðan í rigninguna á Íslandi. Ég skaust til Malmö í morgun. Mér er kalt á tánum. Sambýliskona mín er með poka með laufblöðum í glugganum hjá sér; laufblöðum, stilk og fræjum, af þeirri gerð sem snúast eins og þyrluspaðar þegar þau falla til jarðar. Fyrirbærið týndi hún í kirkjugarðinum um daginn. Sambýliskona mín er verkfræðingur. Á föstudaginn þrifum við baðherbergið, fyrst hún, svo ég. Okkar samband er sumsé eins og hjá öllum öðrum pörum. Við tölum ekki nógu mikið saman. Skemmtilegasta símtal undanfarinna daga var við þrítugan, ölvaðan kennara og ráðuneytisstarfsmann, klukkan fjögur á laugardagsmorgni. Þennan sama ríkisstarfsmann mun ég einmitt hitta í Berlín innan fárra daga, auk fleiri góðmenna, í langþráðu húsmæðraorlofi.

Var að ljúka við How to read a Novel og er að lesa Freakonomics og Blink og langar dálítið til að frysta augnablikið, skríða undir sæng og lesa bara í nokkra daga...

Nogle gange er det godt at give skæbnen et fingerpeg om, hvad man ønsker

|