hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

föstudagur, september 24, 2004

Nottin var alls ekkert long...

Lagdi mig a marmaranum i Stansted i eina trja tima og svaf eins og steinn tar til eg var rekinn a faetur um fimmleytid af urillri konu sem sagdi mig sofa i vegi fyrir teim sem aetludu ad innrita sig i flug vid bordid hennar. Bull og vitleysa.

Hitti Igor a flugvellinum i Bilbao. Forum beint inn i borgina i tuttugu og fimm stiga hita. Rapudum og endudum a mjog skemmtilegu veitingahusi sem i raun er leikhus; bordudum uppi a svidi, mjog finan baskneskan mat. Eggaldin og saltfisk medal annars. Rosavin. Tadan forum vid a Guggenheim... Saum drulluskemmtilega syningu a videoverkum, Bill Viola. Mer tokst vel ad tykjast menningarlegur og baela nidur eirdarleysid sem hingad til hefur stytt allar minar heimsoknir a sofn nidur i 30 minutur.

Bjor og kaffi i baenum Durango, endudum i Mondragón um kvoldid. Skeggraeddi sveppi med pabba Igors a medan vid steiktum ta, drukkum raudvin og atum osta. Ekki slaemt. Er ad laera svo mikid i spaensku ad eg held eg verdi fullnuma eftir nokkra daga. Kemur ser vel ad her tala fair ensku. Host. Held spaenskan min se betri en danskan... Host. Her er gott ad vera, hef kynnst fullt af folki og bordad gott tapas eda pinchos. Best er ad spyrja ekkert hvad madur er ad borda. Tetta er allt gott hvort ed er.

Fer ad tekkja Baskaland eins og lofann a mer. Bergara, Narantzazu, Eibar, Vitoria og naerliggjandi baei. Tetta er nefnilega ekki Spann. Tetta er Baskaland, bara svo tad se a hreinu.

Styttist i Barcelona tar sem eg hitti Gudlaug nokkurn Kristmundsson, ekki Baskalandsfara. Ta verda fagnadarfundir enda hef eg ekki sed hann sidan a midvikudag i Kaupmannahofn. Tegar vid Gulli ferdumst saman er bordad og drukkid. Eiginlega er um matar- og afengisreisur ad raeda. Ekki slaemt.

Sidar.

|

miðvikudagur, september 22, 2004

Stansted - midvikudagskvold

Reisan hafin. Long nott fram undan, tek flug til Bilbao kl. 7 i fyrramalid. Finnst tad samt i godu lagi. Hlyt ad vera med fetishma, blaeti, fyrir flug- og lestarstodvum. Gaman ad horfa a folk. Ljott, fallegt, stort, lagvaxid, med turban, pashminur, hofudkluta, hartoppa, talandi tungum. Vissan um tad ad madur getur farid hvert sem er, er skemmtileg. Hef til ad mynda aldrei komid til Tel Aviv eda Moltu, velar tangad eftir halftima.

Var spurdur i vegabrefaskoduninni a Kastrup adan hvort tetta vaeri orugglega eg i passanum. Helt tad nu. Mer hefdi tott verra hefdi eg verid nakvaemlega eins og a myndinni tvi ta tyrfti eg mjog svo a ferdalaginu ad halda, tad tyddi ad eg hefdi ekki verid ad gera neitt seinustu arin og ekki faerst ur stad.

Kynntist Evu hinni saensku i lestinni fra Hovedbanegaarden a leid ut a voll. Hun var handleggsbrotin og full eftir ad hafa dottid af hestbaki. Rauludum saman lag Lenu Philipson, Det gor ondt, tar sem hun var svo kvalin i hondinni. Vodkinn slo a sarsaukann. Svo kvoddumst vid med virktum, hun a leid heim til Malmo, eg a leid til Lunduna.

Um bord i Easyjet-velinni, flugi 3568, hugsadi eg um hversu osmekklegt tad er ad klaeda flugfreyjur i somu liti og teppin og saetin i velunum. Held litirnir seu appelsinugulur og graenn, ef mer skjatlast ekki. Velti tvi lika fyrir mer hvort utlitskrofur a fluffur hefdu minnkad. Tad er ekki heillavaenleg throun.

Gulli kom til Koben i gaer, hitti hann a Oscar. Pizza hja fyrirmyndarpiltunum Asa og Paw a Radsmannsgotunni um kvoldid og tadan la leidin a Blus-kvold i Studentahusinu. Tar voru Hjortur, Vignir og fleiri og fleiri. Stefnan tekin a Cozy, forum i hofrungahlaup a leidinni og afengi var haft um hond. Gaman.

Reyndar dalitid fyndid tegar vid vorum ad fara ut af Oscar, siddegis i gaer... Ta sa eg eitthvad sem eg hef aldrei sed adur. Utlendu hommapari, a fertugsaldri var meinadur adgangur ad kaffihusinu Oscari sem er gay-orienteradur, tar sem teir voru med aettleidda svarta barnid sitt i barnavagni, sem hreinlega tok alltof mikid plass. Eigandi stadarins kom fram i dyr og var hinn truntulegasti. Afskaplega einkennileg stada, enda gapti hamingjusama parid af undrun.

Stefnan tekin a Barcelona a sunnudaginn.

Verkfall skollid a heima, barattukvedjur tangad.

En ta er ad bua sig undir nottina. Kvedja fra Stansted. Sidar.


|

mánudagur, september 20, 2004

Gaedaferd - Arosar voru...

... frabaerir. Gridarlega gaman. For til Mette a fimmtudag og Asdis kom daginn eftir, Bjarni reyndar lika, a leid til Frimanns. Upptalningin yfir allt sem vid gerdum yrdi of long. Hlogum, drukkum toludum og toludum og toludum. Svafum, bordudum uti, gengum i rigningunni og thar fram eftir gotunum.

Forum m.a. i brjalad KaosPilot party i storri flottri ibud i midbae Arosa med enn staerri og flottari svolum. Hedinn var naestum laminn tvi hann sulladi bjor yfir Mats. Frimann gekk a milli og eg hljop i burtu med skottid milli lappanna. Asdis og Hedinn reyndu vid Nordmann sem fludi af holmi. Engan sma Nordmann reyndar. Tokum hristimyndir og oteljandi skot. Komum heim klukkan halfsjo um morguninn, treytt og sael.

Forum a handboltaleik i Arosum, Hrabba var ad spila, oskaplega gaman. Svo vann eg lika Mette i pool, i ein fimm skipti. Gaman ad segja fra tvi.

Kom ekki heim til Køben fyrr en i dag og missti tar af leidandi af ofurhjukkunni Fridu. Tad gefur henni annad tilefni til ad koma til Baunalands og ta gaeti hun tekid fleiri med ser. Bradsnjallt.

Rigning i Kaupmannahofn i dag. Danir eru ad na ser eftir skilnadarhneykslid sem skekur konungsfjolskylduna. Greyin.

Og ta er bara ad huga ad naestu reisu, flyg a midvikudagskvold. Er ad komast ad tvi ad eg pakka fullknappt, madur er svo vanur ad ferdast lett ad tad er naestum til vandraeda. Nuna vantar mig t.d. einhvern jakka og svefnpoka. Oskipulag. Ferdaplon og dagsetningar eru annars mjog oljos. Leidin liggur alla veganna fra Igor i Bilbao til Lenu og Horpu i Barcelona.
Sidar.




|