hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

miðvikudagur, apríl 23, 2008



Þetta eru ábúendur á Bitru á Amager. Upp á þaki á sólardegi í miðborginni. Þau eru ekki dauð úr öllum æðum, eins og sjá má.



Þetta er Jódís Assa. Hún er búin að gefa sér að ábúendurnir séu par. Sem er ekki alls kostar rétt. Þau er í það minnsta í opnu sambandi. Muna að skýra það út fyrir Jódísi hið fyrsta.



Ábúendurnir eru á næstu dögum að fara að flytja hingað, í Ravnsborg Tværgade, við Söerne í borg óttans. Þau binda miklar vonir við að líf þeirra taki stakkaskiptum við flutningana. Íverustaðurinn á ekki að heita Bitra. Hvað finnst ykkur um Sumarhús?

|