hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

laugardagur, febrúar 17, 2007

Alþjóðlegi tölvulausi dagurinn...

...er í dag. Alla veganna í mínum heimi. Var búinn að einsetja mér að snerta ekki tölvu í dag. Komst að þeirri niðurstöðu að það væri nauðsynlegt þegar ég í gær ákvað að slappa af með því að fara úr vinnutölvunni, í mína eigin tölvu. Tölvulausi dagurinn minn gengur ekki betur en svo að ég er að blogga. En mikið óskaplega var annars gott að eiga frí í dag : )

Í dag er ég líka hamingjusamur eigandi óskaplega fallegrar bókahillu og gallabuxna svo þröngra, að blóðstreymi niður í kálfa er rétt um 30%. RItstjórn síðunnar hyggst setja inn mynd af hillunni þegar hún er komin upp, svo haldiði ykkur fast. Jamm, ég lifi á brúninni sem fyrr...

Gegnum tíðina hef ég verið kallaður Kevin, Luigi, Peter og Herrin, en aldrei Nenni, fyrr en núna, af Jódísi litlu.

Síðar.

|

miðvikudagur, febrúar 14, 2007



Þetta er litla kvikindið sem fékk sér Marabou súkkulaði í kvöld. Sjálf. Þetta er skottan sem faðmaði mig oft og mörgum sinnum í kvöld. Svo nægði henni ekki að sjúga eitt brjóst mömmu sinnar í einu, heldur vildi hún bæði. Þetta er stelpan sem er búin að læra að snýta sér af mér, saman snýtum við okkur eins og bændur austan úr Skaftafellssýslu gera í neftóbaksklúta. Þetta er álfurinn sem ég lofaði víst við skírn að fengi kristilegt uppeldi, pabbi hennar lét mig af þeim sökum rifja upp Faðir vorið í kvöld. Þetta er Jódís, sem dottaði sitjandi á mér áðan, með munninn fullan af hafrakexi. Og mér líður eins og það sé pabbahelgi.

Í öðrum fréttum. Uffe Elleman Jensen var hress um daginn. Höllin okkar Írisar er fundin, eftir langa og stranga leit. Á Keplersgade á Amager. Samningar til meira en tveggja ára, hafa verið undirritaðir. Nouvelle Vague tónleikar næsta þriðjudag. Mikið djöfull líður tíminn hratt og mikið djöfull geta vinnudagarnir verið langir. Annars bara allt í þessu fína : )

|