hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

laugardagur, júlí 31, 2004

Pétur og úlfurinn...

...var þemað í einstaklega vel heppnuðu matarboði ofurhjúkkunnar Fríðu í vikunni, eða reyndar bara barnabækur og ævintýri almennt. Platan með Bessa Bjarnasyni þar sem hann leikles Pétur og úlfinn er góð. Þegar ég hlustaði á hana sem lítill strumpur þurfti alltaf að halda í höndina á mér. Súkkulaðikakan úr matarboðinu er reyndar líka mjööög eftirminnileg. Gott kvöld með Fríðu, Þóri, Jóhanni, Ingu og Svönu. Annað matarboð í gærkvöld, ekki síðra; pöntuðum reyndar mat frá Indókína, Matta, Þórir, Helga, Ásdís og HH.
Er það ekki svolítið einkennilegt samfélag að þegar ákveðin helgi rennur upp, þá sé það eðlilegt og viðtekið að auglýst sé að bannað sé að nauðga og bannað sé að notfæra sér nauð ,,dauðra" stelpna?
Þá finnst mér athyglisvert að aðeins 62% Íslendinga eru jákvæð í garð fjölmiðlafólks. Vildi bara koma þessu að. Afmælisbarn dagsins er Sigga systir. Heyrði í henni áðan, þá sat hún með tveimur vinum á útiveitingahúsi í miðri Flórens. Ekki amalegt.
Úbs, svo er kominn ágúst og sumarið að hlaupa frá manni... Stefnan sett á skrall annað kvöld.
Síðar.

|

föstudagur, júlí 30, 2004

Fólk með Sri

|

miðvikudagur, júlí 28, 2004

Ef maður vaknar klukkan sjö...

...til að raka á sér kjammana og fara í ræktina fyrir vinnu, er þá ekki alveg eðlilegt að fá sér blund upp úr tíu? Kíkti á Sólon í gærkvöld með Þorvaldi. Töffari dagsins í dag er Gurrý. Lovísa er reyndar líka töffari. Töffari dagsins verður samt ekki fastur liður á þessu bloggi. Bara í dag. Svona spari.
Öðruvísi og athyglisverð umræða skapaðist á fundinum eftir sjöfréttir í gær, um frétt hins knáa rauðhærða fréttamanns, Baldvins Þórs Bergssonar, af hinni hliðinni á Ólympíuleikunum. Í fréttinni tæpti Baldvin meðal annars á ótæpilegu magni af smokkum og sleipiefni sem stendur íþróttafólki og blaðamönnum á leikunum til boða. Fór fyrir brjóstið á sumum, öðrum ekki. HH þykist skilja báðar hliðar og getur ómögulega tekið ákvörðun um hvort fréttin hafi sært blygðunarkennd áhorfenda eða hvort ekki sé rétt að segja frá hlutunum eins og þeir eru, á hlutlausan og alls ekki klúran hátt.
Rauðhærði fréttamaðurinn er ári yngri en ég, komst að því um daginn mér til mikillar furðu og er enn að melta það.

|

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Frá því ég bloggaði seinast er ég búinn að...

- Hlæja inni í mér að horuðu stelpunni í ræktinni sem fékk sér alltof stór sílikonbrjóst
- Stela bloggstíl Möttu
- Eiga gott samtal við Þóri, eitthvað sem hefur gerst sjaldnar og sjaldnar
- Ganga á Keili með Steindóri og Gurrý
- Sofa í tjaldi með Gulla í Borgarfirði
- Fara í frábært afmæli Jóns Þórs klippara
- Læra að hrista bara annað brjóstið, það er, ef ég væri með brjóst, af Önnu Svövu
- Borða skonsur með baunasalati?!
- Gefa stelpu símanúmerið mitt. Þetta þarfnast reyndar útskýringar...
- Vera ófélagslyndur
- Ræða við sjónvarpsstjörnu um butt plug
- Tala fjálglega um strák við Lovísu ofurskriftu, í eyru forstöðumanns fréttasviðs RÚV
- Plana ferð til Rio de Janeiro
- Gráta úr hlátri
- Fylgjast með því hvað dimmir meir og meir með hverju kvöldinu
- Bæta Vigdísi Bláref á krækjulistann og éta hjá henni bakaða ávexti í Grand Marnier
- Velta fyrir mér skaðlegum áhrifum brúðkaupa, gæsana og steggjana á einhleypinga
- Kúpla mig frá fréttum og gemsa í einar tólf stundir; ótrúlega gott

Síðar.

|