hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

laugardagur, mars 11, 2006

Brjánn hefur enga eirð...

...í sínum beinum. Hann missir áhuga á hlutum of fljótt. Honum var ráðlagt að prófa yoga, til að róast, en hann hætti. Hann missti áhugann. Brjáni er vandi á höndum.

11. mars er annars stór dagur, Milosevic hrokkinn upp af, tvö ár frá hryðjuverkunum á Spáni (sem engum hefur enn tekist að tengja hulduhernum Al Kaída) og Dagný Hulda Erlendsdóttir, diplómat og fyrrverandi sambýlis- og ástkona mín, er 29 ára í dag. Og takk fyrir afmæliskveðjurnar, allir þarna úti...

Kannski fullseint að segja frá því núna en ég var að uppgötva Antony and the Johnsons. Gaman. Þegar ég fór í HMV keypti ég þann disk (og Diönu Ross) en ekki Now, that´s what I call pan flute 12, þó svo ég held ég hafi séð hann í hillu hjá vini mínum. Gulla.

Í öðrum fréttum... Ég er enn að laða að mér betlara eftir að hafa brennt mig á þeim sem skallaði mig í Köben. Hér líður varla sá dagur að þeir hreyti ekki í mig ónotum, þegar ég, óttablandinn, tek sveig frá þeim úti á götu. Ég er betlarasegull.

Ef kristur væri enn á meðal vor, haldiði þá að hann væri einhvers staðar í Bandaríkjunum, að boða fagnaðarerindið, þrammandi um með skilti þar sem segði: GUÐ HATAR HOMMA? Held ekki. Og ástæðan fyrir því af hverju þessi gamla bók þarna, biblían, talar aldrei sérlega skýrt út um kynvillinga, er líklega sú að Jesú ætlaði að tala hreint út um kynvillinga eftir páska. Múhahhaha...

Japönsk bekkjarsystir mín er nýja besta vinkona mín því mér finnast ópersónuleg kort leiðinleg. Við erum svona málkunnug, svipað og ég og Matta, tölum um daginn og veginn og sjaldan neitt dýpra en það. Kann samt gríðarlega vel við hana. Sem sagt, hún sendi mér afmæliskort, sem ég er enn að lesa mér til skemmtunar:

,,Elsku Héðinn. Til hamingju með afmælið! Vona að þú hafir átt frábæran dag! Vildi að ég hefði verið þar til að samfagna. Það hefur verið svo frábært að hafa þig í kúrsinum. Svo yfirþyrmandi. Þitt umhyggjusama bros er alltaf léttir í allri þessari brjáluðu vinnu... Ást, F.´´

Ég veit ekki enn hvort hún var að reyna að vera kaldhæðin eða hvort hún deili einfaldlega þeirri skoðun minni að ópersónuleg kort séu leiðinleg. Ást, H.

|

mánudagur, mars 06, 2006

Upptekinn af tölum, Brjánn?
Af hverju skyldi það nú vera?

-4 c hitastigið að næturlagi í Manchester.
59.852 flettingar á bloggi Brjáns.
44 skiptin sem ég hef hlustað á It´s a wonderful world með Evu Cassidy, frá því í desember.
1 þau skipti sem mig hefur dreymt Davíð Oddsson, stuttklipptan og gráhærðan. Töff.
8 er sá tími sem ég vakna þessa dagana. Líka á sunnudögum. Held það sé aldurinn.

|