hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

þriðjudagur, janúar 09, 2007





Tokyo

Metro, blár karl í stað græns á umferðarljósunum, túnfiskur, fiskmarkaður og sushi í morgunmat, hof, unagi, Mori-turn, millilending í Vín, næturgöltr, karaoke, Big Echo, Doutor Café, grímur fyrir vitunum, Susaka, snípsstutt skólapils, te og aftur te, mannfjöldi, konur í pilsum, karlar í kimonoum, wasabi...

Veit varla hvar ég á að byrja. Menningarmunurinn er meiri en ég bjóst við. Er enn kolruglaður vegna tímamunarins. Við Skúli rifum okkur upp klukkan fimm í morgun til að fara á stærsta fiskmarkað í heimi, myndirnar eru þaðan... Fengum okkur svo hlussustóra sushibita klukkan hálfátta, í morgunmat, fyrir 3150 yen, á veitingastað hjá eldri hjónum. Ekki slæmt. Frá því ég kom hingað á sunnudag (týndist einhvers staðar í himinhvolfinu, lagði af stað á föstudegi frá Köben) er Dagný vinkona eina ólétta konan sem ég hef séð. Hér eru karlar í buxum, konur í pilsum. ,,Feministakjaftæði,, á ekki upp á pallborðið í Japan. Arnar, fjögurra ára, hefur tileinkað sér þau viðhorf og finnst að konur eigi ekki að keyra bíla, enda gera þær það ekki hér. Þær kjaga um, margar hverjar, á háum hælum, með Louis Vutton tösku í annarri. Fer niður til Hiroshima í fyrramálið... Síðar!

|