hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

föstudagur, júlí 22, 2005

Hvolsvöllur er...

...stelkur, mánaðargömul frænka, sofandi á handleggnum á mér, rólegheit, kleinur, grillaður humar, logn, steikjandi sól, garðvinna, tiltekt í bílskúr, frænkur, fjallganga á Dímón, þögn, hnegg í hrossagauk, mamma og pabbi, sólkrem, gúmmískór, amma sem bíður eftir að maður komi í heimsókn, gisting í gestaherberginu, bjór, bíltúr, góðar og slæmar fréttir, ærsl í frændsystkinum, afslöppun, og svo margt fleira...

|

mánudagur, júlí 18, 2005

Það sem á daga mína hefur drifið...

- fór í bústað í góðum hópi. Hjörtur, Pétur, Ásgeir, Yrsa, Rut, Thorbjörn og Helgi.
- horfði á Lövernes Konge, á dönsku. Gaman.
- fór í Eina krónu.
- hljóp í skarðið.
- fór í sólbað.
- borðaði grillmat.
- hlustaði á Tom Waits.
- var minntur á hvers vegna maður flýr land, og það var ekki veðrið sem fékk mig til að hugsa.
- hef bölvað rigningunni.
- puðraði brjóstin á Hlédísi, sem nú er stödd í Palestínu.
- mér hefur leiðst drama, nú sem fyrr.
- fór í matarboð til flugþjóns, sem bar fram Cordon bleu flugvélamat, á bökkum með plasthnífapörum, fékk flugvéla-nescafé og allt. Las Saga Boutiqe bæklinginn og allt. Gaman.

|