hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

föstudagur, júlí 27, 2007

Gerði tilraun...

...til að blogga fyrir rúmri viku. það sem ég ætlaði að blogga um, kom í veg fyrir að ég bloggaði, nefnilega það að löngunin til að blogga var ekki til staðar. Áhuginn var í lágmarki, ekki síst eftir að hafa fylgst með tveimur mínum nánustu bloggurum og undrast hve sjálfhverfir þeir voru. Eru kannski öll okkar blogg svona? Fólk kannski bara mishæft til að fela í frásögninni, fullyrðingar og útlistanir á eigin ágæti og afrekaskrá?

Á minni afrekaskrá er meðal annars það að frá því ég bloggaði seinast hef ég dembt yfir handlegginn á mér hlandi úr þvagprufuglasi. Aðrar yfirlýsingar um það hvað ég sé frábær og hress verður ekki að finna í þessari færslu, það er hægt að finna annars staðar.

Hef það einhvern veginn á tilfinningunin að ég geri fátt annað þessa dagana en að forðast að lenda ekki upp á kant við fólk, passa mig á að segja ekki allt sem ég hugsa, passa mig á að halda kjafti. Stundum er það einfaldlega best.

Er enn dálítið reiður yfir Lúkasi, eða réttara sagt kertafleytingum og því fólki sem lætur sig meiru varða skálduð örlög kínverskrar hreinræktaðrar raðgreiðslurottu en örlög mannfólks í öðrum heimshlutum.

Er á Íslandi og verð til ágústloka. Sem þýðir að ég missi úr Dallas, sem ég var byrjaður að fylgjast með, af brettinu í ræktinni í Köben. Pamela hefur engu gleymt, Sue Ellen og JR ekki heldur. Þættirnir standa enn fyllilega fyrir sínu, hafa batnað ef eitthvað er. Drama er fínt í sápuóperum en síður í daglegu lífi...

|