hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

föstudagur, október 17, 2003

Púff, langþráð helgi fram undan. Komst að einu í gær, á norrænum símafundi. Var kallaður á hann í skyndi í vinnunni. Hann fer þannig fram að fulltrúar allra norrænu sjónvarpsstöðvanna karpa saman í síma, bjóða innlendar fréttir til skiptanna. Niðurstaða fundarins í mínu tilfelli var sú að norrænan mín er slök. Fulltrúi Rúv, ég, þurfti alltaf laaangan tíma til að skilja spurningarnar sem á hann var baunað. Þessu lauk með því að ég var ávarpaður á ensku... Þetta styrkti mig enn frekar í þeirri trú að mér er bráðnauðsynlegt að fara í nám til einhvers Norðurlandanna. Hef aldrei verið vissari um það en nú.
Skrall í kvöld...

|

fimmtudagur, október 16, 2003

Vitlaust að gera þessa dagana. Var að ljúka útvarpsvakt, sjónvarp á morgun og hinn og Ölstofan um kvöld og nótt þar á milli.
Fór með Gulla í gærkvöld og fékk mér bjór á Ölstofunni eftir vinnu og mitt fyrsta sit-down í sjónvarpi. Það er gaman en krefjandi í vinnunni þessa dagana.
Ég var næstum búinn að kommentera á mjög svo kaldlyndan hátt hjá Þóri, vini mínum um daginn. Þessi listi hans, fólk er alveg að missa sig í kommentunum. Þannig að ég ákvað að vera mótvægið, harður nagli sem lætur engar tilfinningar í ljós. Þegar ég las kommentin leið mér eins og á AA-fundi eða fundi fyrir fólk sem lagt hefur verið í einelti. Kemur það kannski sjálfum mér verst að vera að tjá mig um þetta? Er ég að mála mig út í horn? Mér þykir alveg vænt um Þóri á minn hátt þó ég sé ekki grenjandi á blogginu hans... vona að ég sé að koma mínu fram á skýran hátt.
Ég ætla alla veganna ekki að gera svona hundrað lista... það er ekkert fyrir mig, get það ekki og langar ekki að opna mig á öldum alnetsins ógurlega. Til þess þarf hugrekki og sitthvað fleira. E.t.v. sérstakar manngerðir.
U, hvað fleira, jú, mér hafa engin fleiri fyrirsætutilboð borist eftir birtinguna á forsíðu Dagskrár vikunnar. En svo þið vitið hvernig verðskráin er, þá kostar myndbirting af nefínu á mér 50.000 kr., allt andlitið er hálf milljón og ef við erum að tala um allan skrokkinn, þá væru það líklegast fimm millur.
Skúli hennar Dagnýjar er farinn til Írlands í nokkra mánuði að vinna sem flugvirki og ég hef því gerst tilsjónarmaður hennar og staðgengill Skúla, sem var ekki nema auðsótt mál. Það er verk sem ég hlakka til að inna af hendi.
Á föstudaginn næsta er djamm. Ákveðinn vinur minn er þátttakandi í Djúpu lauginni, einhvers staðar ku vera partý (Pétur) og svo er skrall eftir það. Langt síðan ég hef farið út á lífið. En það mun sem sagt gerast á föstudaginn. Ef ég verð svo í stuði á laugardagsmorguninn þá er fyrirlestur í Mír á Vatnsstíg um það hver á Rússland. Ef Dagný drusla verður í stuði þá er hún kannski líkleg til að skella sér með mér...
En þá er að koma sér heim að lúlla, góðar stundir.
Íslenskuhornið er allt að því fallið í gleymsku. Að vera stybbinn, er að vera önugur.
Takk, takk.

|

þriðjudagur, október 14, 2003

Dálítið lúinn eftir sjónvarpsvaktirnar tvær. Gulli, félagslega sleipiefnið er á leiðinni upp í Útvarpshús að ná í mig og svo á jafnvel að borða eitthvað eða drekka. Las það á síðunni hans að fólk heldur að við séum að skjóta okkur saman. Það er hinn mesti reginmisskilningur...

|