hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

föstudagur, október 24, 2003

Ég er búinn að halda bindishnútaþekkingunni við með því að binda einn hnút á degi hverjum. Mér gengur bókstaflega allt í haginn. Fór í klippingu til Hlédísar í morgun, hitti svo Gulla á Súfistanum, druslaðist í ræktina, Kastljós og er á leið á Ölstofu. Datt í það þar í gærkvöld eftir sjónvarpsvakt. Ógurlega gaman. Drakk heila fjóra bjóra, sem er lítið en ég var samt fullur. Þegar ég var kominn á það stig að finnast vænt um alla og ætla að kyssa og faðma alla vini mína, þá var kominn tími til að fara. Hlaupinn í strætó, þessir dagar eru svona út og suður, enginn tími til að liggja á netinu. Er að velta því fyrir mér að skjótast e.t.v. til Köben í næstu viku með nokkrum kynvillingum. Er það sniðugt?

|

þriðjudagur, október 21, 2003

Í dag var kannski ekki stigið stórt skref fyrir mannkynið en ég steig hins vegar stórt skref. Í dag, í dag... batt ég bindishnúta; marga. Þetta hefur verið hindrun í mörg ár en nú er þeim tíma lokið. Ég settist niður og batt marga stóra feita Windsor-hnúta þar til útkoman var vel við unandi til góð. Svo kláraði ég að lesa Litla prinsinn í dag, á dönsku; fróðleg lesning. Er búinn að týna tölunni á því hversu oft ég hef lesið þessa litlu bók.
Ég fór ekki á einn einasta Airwaves-viðburð um helgina þrátt fyrir að vera með passa og armband. Djammaði bæði á föstudag og laugardag til fimm, sex á morgnana. Á föstudaginn var partý hjá Pétri læknanema; þemað á lista boðsgesta, virtist vera fyrrverandi bólfélagar Héðins en svo kom Svanhildur Kastljóslæða og hjá henni hef ég ekki sofið, ekki enn. Fórum á Metz og þar var fínt. Hápunkturinn á laugardagskvöldinu var svo eiginlega pulsa og belgísk vaffla, innbyrt á innan við fimm mínútum, af okkur Þóri á Lækjartorgi. Svo var pabbahelgi, ég sinnti föðurlegum skyldum mínum við Arnar á sunnudaginn. Hitti hann og barnsmóðurina Dagnýju þegar þau komu á Hverfisgötuna, brunuðum svo í Hafnarfjörðinn, átum, spjölluðum og horfðum á The Hours sem er mjög góð.
En nú er ég hættur þessari vitleysu...

|