hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

miðvikudagur, október 01, 2008

Frá því ég bloggaði seinast hef ég...

- gefið mér að þessi fyrrum fegurðardrottning og varaforsetaframbjóðandi, gegni einn daginn valdamesta embætti heims.
- komist að því að punktablogg hentar mér laaaangbest.
- samglaðst litlu systur yfir ævintýrum í Perú.
- lesið að 125 orð á mínútu, sé meðaltalið í samtali, en að heilinn ráði hins vegar við 6-700 orð á mínútu - sem skýrir væntanlega af hverju við hlustum aldrei á hvort annað, heldur skipuleggjum kvöldið, hugsum hvað okkur langi í kaffi, um rifrildi gærdagsins og um hvað bólan á nefi viðmælandans sé stór.
- pakkað upp úr og ofan í töskur, og á eftir að gera það oft næstu mánuði.
- misst mig í bókakaupum á Amazon.
- þótt lífið kaldhæðin en skemmtileg tík.
- sagt upp íbúðinni við Söerne sem þýðir að ég verð á faraldsfæti innan tíðar.
- hafið sambúðarslit við sambýliskonuna. Ðis iss ðí ennd off an era. Morgunkaffi eða kvöldrauðvínsglas á bekk við vötnin, heyra brátt sögunni til.
- endanlega sannfærst um að mér þyki betra að hlusta en að tala.
- fattað að ég hef ekki haft svona mikinn tíma til að hugsa og láta mig dagdreyma, í laaaangan tíma.

- Bandarískir kjósendur létu John Kerry gjalda þess á sínum tíma að hann kynni frönsku. Nú geldur Barack Obama þess að hann veit hvað rucola er. Ályktun; tali maður evrópskt tungumál eða kunni að greina á milli iceberg salats og rucola, er maður úr tengslum við bandarískan almenning.
- dreymt að það ætti að gera mig að húsfélagsformanni. Hef aldrei verið jafnreiður.
- velt fyrir mér arabískunámi í Sýrlandi.
- hringt í dönsku leyniþjónustuna.
- tekið vítamínin mín.
- farið offari á Fésbók. Hún er nýmóðins. Móðir mín notar msn eins og gps tæki, það hjálpar henni að vita hvort börnin hennar eru á lífi, en nú bíð ég bara eftir að hún uppgötvi Status Öppdeit á Fésbók. Þá fær hún ekki aðeins að vita að börnin hennar eru lifandi, heldur hvað þau eru að gera þá og þá stundina.
- svarað óteljandi spurningum um íslenskan efnahag. Þar kom vel á vondan. Mér er ekki lengur um sel. Fer þetta ekki að verða ágætt bara?

- kynnst konu sem vann við hundasjampóframleiðslu á Álandseyjum og jöklasérfræðingi sem fagnaði seinustu áramótum í hitabylgju (-16c) á Suðurskautinu.

Orð dagsins er akarn. Flettiði því bara upp, það er skemmtilegt...

|