Og svo upp á tábergið...
...og rólega niður á hælinn. Ég ætla að segja ykkur frá leyndarmáli. Það er næstum eins og ég ætli að segja ykkur að jólasveinninn sé ekki til, þetta er í þeim anda. Þannig að þeir sem vilja halda barnstrúnni ættu að hætta að lesa núna... Konurnar sem lesa morgunleikfimina á Rás eitt á morgnana, hreyfa ekki á sér rassgatið. Þær sitja við borð og lesa æfingarnar upp af blaði.
Komst að þessu um daginn og varð verulega illa brugðið. Ég hafði alltaf ímyndað mér þær í krumpugalla með mikið permanenterað hár og bleikt svitaband, glaðlegar og stimamjúkar, í stúdíóinu. Mér finnst eins og eitthvað hafi verið tekið frá mér.
Frá því ég bloggaði seinast hef ég átt samræður við mann um hvernig hinir ýmsu menn og fjölskyldur skeindu á sér rassinn. Hvort hreyfingin væri upp, niður, framan eða að aftan. Já, maður er alltaf að víkka sjóndeildarhringinn.
En þá að allt öðru. Héðinn átti yndislegt gærkvöld, innihaldsríkar samræður og lærði lexíu... : )
Síðar.