hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

mánudagur, júlí 11, 2005

Frá því ég bloggaði seinast hef ég...

- borðað skemmt skyr, gulrætur, kiwi, flatböku.
- tekið myndir af brjóstunum á Hlédísi gegnum lampaskerm, og sömuleiðis smellt af einni af því allra heilagasta á mér, gegnum lampaskerm. Gaman!
- Reynt að réttlæta fyrir sjálfum mér að það sé í lagi að vera heima að lesa bók á föstudagskvöldi. Gekk ekki.
- hitt óskaplega marga góða vini mína.
- unnið það mikið að ég á ekki föt til skiptanna, hvað þá ætan bita í ísskápnum heima.
- farið í afmæli Bjarna og Frímanns.
- afráðið að hringja ekki í Þóri og Kidda í Köben, til að forða því að fara að skæla í símann.
- séð Oceans Eleven og fundist hún skítsæmileg.
- fundist ég dansa í vinnunni flesta daga en alls ekki í dag.
- fundið á mér.
- farið í dáindis skemmtilegt kaffiboð til Péturs og Ásgeirs.
- grátið úr hlátri.
- sagt brandara um krabbamein.
- vökvað fyrir Siggu systur.
- ekki farið á Te og Kaffi því Sigga systir vinnur ekki þar lengur.
- trassað að svara símtölum og sms-um.
- verið viðmælandi í viðtali en ekki spyrjandi. Skrýtið.
- verið peningalaus með útrunnin greiðslukort. Ekki svo svalt.
- klipið þjón á B5 í rassinn.
- ekki straujað skyrtur.
- sett mig inn í vatnsveitumál Kópavogsbæjar.
- drukkið kaffi með Ragnheiði, Gígju, Þórhildi Ólafs, Gulla, Ólöfu, Möttu, Hlédísi, Einari...
- ... og drukkið púrtvín og bjór með enn fleirum; Vigdísi, Thelmu, Þorvaldi, Kötu, o.fl. o.fl...
- farið á deit með Liv Ullman.
- rætt við hana um að hennar hægri vangi sé betri í mynd, minn vinstri.
- þótt rigning ekki svo góð.
- hlegið að Sylvíu Nótt.
- leiklesið Ríkharð þriðja. Í glasi.
- velt fyrir mér valkvíða, framtíðinni, peningaleysi, námi og LÍN. Held því áfram.

|