hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

laugardagur, október 21, 2006

Déja vu í belg og biðu

Er í gamla herberginu mínu á Ny Östergade. Nema að núna er þetta herbergið Þóris. Ljúf nostalgía. Búinn að kaupa Carlsberg í plastflösku. Búinn að fara á Baresso. Búinn að versla eins og vindurinn, Þórir var litblinduvörðurinn og sá til þess að ég keypti ekkert of lummó. Var búinn að gleyma hvað danskar stelpur eru allar eins, með ljóst hár, spöng og krullur og svolítið væmnar eins og þær séu alveg að fara að grenja. Var líka búinn að gleyma hvað það er rakt í Köben. Er búinn að óska fólki góðrar helgar. búinn að fara í Netto. Búinn að reyna að fara í danskan S-leik. Bandarísku sjóliðarnir af Wasp eru í Köben núna og setja feitan brag á bæinn. Held þeir séu að elta mig. Hér er annars íslenskur sumarhiti, eða allt að því. Mæli með svona húsmæðraorlofi. En mikið óskaplega eru margir Íslendingar í þessari borg.

Flugstöð Leifs Eiríkssonar var eins og draugabær í gær. Varð það á að koma snemma í flug. Innritunarborðin voru öll tóm. Furðuleg tilfinning, eins og Palli var einn í heiminum, eftir kjarnorkustyrjöld. Fyndið að slást um arminn á sætinu manns í flugvél, Kínverjinn við hliðina á mér hafði eiginlega betur. Þar fyrir utan er ég búinn að senda Icelandair kvörtunarbréf þar sem flugþjónninn á leiðinni út var ekkert sérlega laglegur.

|

miðvikudagur, október 18, 2006

Simpúl plesjörs, simpúl mænds...

Fyndnast í gær var að fara í S-leikinn á Laugaveginum með vinunum, og æla úr hlátri yfir SLeikbæ, SVínberinu og SVitastíg. Ég veit ekkert fyndnara, grét og grét...

Fyndnast í dag var að hnerra langloku upp í nefið á mér. Líf mitt er rússibani.

Ef allt gengur að óskum flýg ég í húsmæðraorlof til Kaupmannahafnar á föstudag.

Sænski tónlistarmaðurinn Jose Gonsales er maður dagsins. Veit annars einhver hvort Damien sé lífs eða liðinn?

Jæja, þvotturinn þvær sig ekki sjálfur. Ætla að kaupa einnota föt í Köben.

Síðar.

|