hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

fimmtudagur, september 06, 2007

Frá því ég bloggaði seinast hef ég...

- fengið ipod shuffle í síðbúna afmælisgjöf frá sambýliskonunni og vinkonunni.
- lifað í eigin heimi síðan þá.
- flogið til Íslands, og til baka, og svo aftur og til baka.
- etið á Lækjarbrekku og Krua Thai, í góðum félagsskap.
- kjassað Hlédísi og Möttu.
- neitað að trúa því að þriðjungi þess tíma sem Danir eru vakandi, eyða þeir í fjölmiðla.
- hlustað á sambýliskonuna spila á nýja bassann sinn.
- og nágrannann stappa, í beinu framhaldi af því.
- farið í S-leikinn með Möttu. Enn og aftur. SVín og skel. SVitastígur.
- fundist ég svíkja bekkjarfélagana frá Manchester með því að eignast nýja í DK.
- kynnst enn einum einkunnaskalanum.
- virt fyrir mér konurnar með appelsínugula hárið, í kúrsinum mínum.
- fengið mörg símtöl frá Jódísi: Héði. Komdu. Snúður. Heimsókn.
- fengið far hjá leigubílstjóra dauðans. Hann hætti ekki að tala...
- velt fyrir mér hvað ég á gott fólk heima á Íslandi.
- tekið á móti Fabio og Huw í Köben.
- drukkið kaffi hjá hjónunum á Kjeld Langes gade, Jakobi og Þóri.
- hugsað áratug aftur í tímann. Þegar ég heyrði að Díanna væri dáin, var ég þunnur í Þórsmörk.

|