hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

fimmtudagur, janúar 04, 2007

Ég er svo ríkur...

...var það sem ég hugsaði eftir gærdaginn, eins of afinn í Jóni Oddi og Jóni Bjarna. Ríkur af vinum. Eyddi deginum bókstaflega með hverju ljúfmenninu og snillingnum á fætur öðrum.

Frá því ég bloggaði seinast er ég búinn að vera næturgöltrari og þeytispjald. Er búinn að pakka, kaupa malaríulyf, vatna músum, horfa á 2006 hverfa á skjánum og 2007 koma í staðinn, fara í frábært afmæli Felixar Bergssonar, fá mér í tána, hafa smááhyggjur, reynt að tileinka mér áhyggjuleysi tilvonandi sambýliskonu minnar Írisar Olsen (þetta fer jú allt einhvern veginn), fengið í hendurnar dagskrá opinberrar heimsóknar minnar til Tokyo 7.-13. janúar, roðnað, bakað ostaköku, farið á seinustu æfinguna með Styrmi, setið langdvölum á Kaffitári, hugleitt að hætta að blogga eða læsa síðunni vegna umræðu um fólk í fjölmiðlum og blogg, hitt gamlar bekkjarsystur á Alþjóðahúsinu, titrað af tilhlökkun, sótt um húsnæði í Köben, lesið bloggið bebbaoghjolli.blogspot.com, þegið ráð frá lífskúnstnernum Jósu, og, óskað mér örlítið meiri tíma... Þetta er alltaf svona þegar ég er að fara af landinu, hektískir seinustu dagarnir... Síðar.

|

sunnudagur, desember 31, 2006


Frá því ég bloggaði seinast hef ég...

- snætt rússneskar blini með laxahrognum hjá Silju Báru.
- séð Borat með Önnu Völu og Gulla.
- ákveðið að birta mynd af þessum barmi, sem nú er að finna í annarri álfu.
- þeyst á Þingvelli með Huw hinn velska.
- klippt frétt með Dóra Disco.
- hlustað á Sufjan.
- látið læsa gala-áramótadressið inni í fatahreinsun fram yfir áramót. Snjallt.
- slökkt á ömurðinni Myrkahöfðingjanum (slökkti eftir 5 mín.) eftir að hafa snökt yfir gæðamyndinni Crash, næsta dagskrárlið RÚV á undan.
- knúsað Baldvin Þór Bergsson.
- reynt að meðtaka að það er búið að hengja Saddam.
- keypt mér mína eigin jólabók, Fjölmiðlar 2005 eftir Ólaf Teit.
- Og reyndar aðra til. Málkrókar, eftir Mörð, um ambögur í íslensku máli : )
- velt fyrir mér sögninni amra, og orðinu smergel.
- kysst mömmu afmæliskoss.
- mætt í ein þrjú spilakvöld. Að öðrum ólöstuðum, var toppurinn að spila Meistarann með Loga sjálfum.
- sofið óhóflega mikið.

|