hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

mánudagur, október 27, 2003

Var að ljúka við umsókn um sendifulltrúastarf hjá Rauða krossinum og greinargerð þar með, eitthvað sem ég er búinn að ýta á undan mér í nokkrar vikur; léttir að vera búinn.
Helgin var óskaplega ljúf. vann reyndar báðar næturnar á Ölstofunni og svaf eitthvað litið, var alltaf að skríða upp í um sjöleytið á morgnana. Það breyttir því ekki að ég vaknaði þremur tímum síðar til að undirbúa annan fund Pönnunnar í mínum húsakynnum. Þegar piltarnir voru mættir þá kom reyndar á daginn að ég átt ekkert að halda þessa Pönnu. Einn félagsmanna hafði svipt mig titilinum aðeins nokkrum klukkustundum áður. Þetta er svo sannarlega einkennilegur klúbbur og skrýtinn vinskapur. Og enn skringilegra að foreldrar okkar skuli fylgjast með og vita hver meðlima svaf seinast hjá. Það tíðkast nú ekki í mörgum samböndum vina og foreldra. Enda hefur ákveðins misskilnings gætt um Farandpönnuna, e-r okkar fékk þá spurningu hvort við hittumst á sunnudögum til að stunda kynlíf saman. En það er ekki svo. Farandpannan er saklaus félagsskapur hressra pilta.
Alla veganna, átum eins og svín og kjöftuðum um heima og geima. Fórum svo í Kolaportið og þá í Smáralind. Við Brynhildur fórum einmitt líka í Smáralindina daginn áður og áttum gæðastund, versluðum; hún skó, ég skyrtu. Átum svo á Fridays's, feitan, subbulegan og góðan mat. Ég rifjaði einmitt upp þegar ég fór með Kidda seinasta vor, á Pizza Hut í Smáralind og gelgjurnar á næsta borði öskruðu yfir allan staðinn, að hér væri kominn strákurinn sem tók þátt í Herra Ísland, (Kiddi). Og þá gellur í einni og beindi hún spurningu sinni til mín: ,,Varst þú líka í keppninni?" Og þá svaraði vinkona hennar: ,,Nei, hann er ekki nógu sætur!" Og svo öskruðu kvikindin úr hlátri. Stolt mitt var sært.
Ég er orðinn Ólafur Sigurðsson, ég mun leysa hann af næstu tvo mánuði.
Ég er enn að velta fyrir mér hvort ég eigi að fara til Köben eða ekki, hvar endar þetta ístöðuleysi? Var að tala við Erlu sem ég vinn með, hún er líka Kastljósskrifta, og svo skemmtilega vill til að við eigum sama afmælisdag. Hún er alveg jafnóákveðin og ég. Ég verð að spyrja hana hvort hún þjáist líka af krónísku eirðarleysi. Við höfum hingað til ekki reynst góð saman þegar taka hefur þurft ákvörðun.
Heiða og Titti koma í mat til mín annað kvöld. Farinn í ræktina, þessir vöðvar blása víst ekki út sjálfir og án aðstoðar. Og ekki yngist maður.

|