hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

föstudagur, maí 13, 2005

Er Manchester...

...spennandi borg eða óspennandi? Allir nema Roald mega svara.

Hef verið að velta fyrir mér að gera 100 lista, í líkingu við glæsilegan lista Siggu systur... Held ég geri hann ekki. Hann yrði svo ritskoðaður. Auk þess væri þá hægt að lesa mig eins og opna bók, að sumu leyti. Ætla bara að halda áfram að vera mystískur/dulmagnaður? í staðinn : )

Er að verða búinn með hvítvínsflöskuna...

|

Er það ekki!

Var að heyra að ég skipti um karakter þegar ég tala dönsku og yrði svo væminn. Vissi vel að maður getur virkað öðruvísi og gerir yfirleitt, skiptir að sumu leyti um karakter, á nýju tungumáli, en væminn er ég ekki. - Á ítölsku er ég t.d. óskaplega hlýr.

Held annars að ég sé ástfanginn. Veit ekki alveg hvað er að gerast... Hún heitir Emilie. Jamm. Ég veit, þetta er kynvilla. Þetta er erfiður bransi.

Annars sólríkur dagur í Kóngsins Kaupmannahöfn.

Sit og sötra hvítvín á Egilsgade. Styttist í að ég heyri romsuna: ,,Góðir farþegar, velkomin til Keflavíkur. Hitinn er sex gráður." - Blendnar tilfinningar...

Síðar.

|

miðvikudagur, maí 11, 2005

Ég skulda...

...víst í fýlu. Það var svo gaman í París að ég tók of mikið út af hlátri. Við Matta fundum nefnilega út að eitt af því fáa sem við eigum sameiginlegt er að við hlæjum saman. Því tengt að skulda, ég á vinkonur sem skulda í brjóstum. Aðrir skulda í bísepp eða rassi, ef þið skiljið hvað ég á við.

Og svo vann Matta kommentakeppnina. Blogg er nefnilega ekkert annað en vinsældakeppni. Og Matta rústaði mér.

Get ekki gleymt fölsku stelpunni sem söng Titanic-lagið í metroinu í París. Hún var svo eindæma fölsk og léleg. Held hún hafi bara haft húmor fyrir sjálfri sér, og þess vegna ákveðið að kaupa karaokegræjur á hjólum, svo hún gæti ,,skemmt” og unnið fyrir sér, í metrovögnum borgarinnar. Svo jókst andstyggð mín á panflautum, við það að ferðast með metroinu. Úff. Annars átum við á okkur gat í þessari reisu, þá aðallega Ásdís matgæðingur og ég. Jiddískt bakkelsi, eins og fram hefur komið, eþíópískur matur, franskur, svissneskur, ísraelskur... Drukkum rauðvín úr smábarnapelum, átum ostafondue, skófluðum upp í okkur afrískum kássum og svo manaði ég Ásdísi í að smakka hráa nauta-tartarið...

Það var gott að koma heim í gær. Heim til Kaupmannahafnar. Óskaplega gott að koma í málsamfélag þar sem maður skilur hvað er að gerast. - Svo er annað heim eftir tvær vikur. Heim til Íslands...

Síðar.

|