hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Mamma er í Finnlandi á ráðstefnu. Hún datt í sturtuklefanum sínum á hótelinu, braut hann, marðist og öskraði úr hlátri. Það finnst mér fyndið. Mömmu finnst það líka fyndið, nema kannski ekki að ég segi frá því hér.
Ég vildi að það væri alltaf sumar. Maður fer alltaf í hálfgerðan dvala yfir veturinn og hefur færri skemmtilega hluti fyrir stafni, finnst mér. Svo fór ég að hugsa af hverju maður gæti þá ekki bara látið eins og það væri sumar, reynt að blekkja lífsklukkuna og sjálfan sig og stillt sig á sumarvirkni sem mundi þýða minni svefn og meiri skemmtilegheit. Þetta ætla ég að reyna. Nú er sumar, gleðjist gumar.
Helgin var fín. Sá the Pianist sem er nokkuð góð. Er reyndar kominn með alveg nóg af myndum um helförina. Var heima á föstudagskvöldið og byrjaði á Holy Grail sem ég svo sofnaði yfir. Á laugardagskvöldið vann ég á Ölstofunni til 23 og fór þá í afmæli til Sæunnar og Arndísar. Hitti fullt af skemmtilegu fólki þar, þetta varð auðvitað að skralli, endaði á Ölstofunni með Þóri, Möttu, Ásdísi, Óla Veigari, já honum, Þórhildi, Karó og fleirum. Þar hitti ég reyndar sjónvarpsstjörnu sem krafðist þess að ég mundi berja augum á honum tippið, sem ég og gerði, tilneyddur. Hmmm, hver getur þetta hafa verið?
Á sunnó fórum við Þórir á Grænan kost og drukkum hvítlaukssósuna sem er þar á boðstólum, með hnetubuffi.
Gríðarlega spenna ríkir um Farandpönnuna og það hvar hún verður næst haldin. Mig langar að fá henni fresta þar til síðdegis á sunnudag eða á sunnudagskvöld þar sem ég verð að komast í bæinn úr bústað í Húsafelli og get ómögulega hugsað mér að missa af Pönnunni. Spennandi líka fyrir mig að losna við að hafa hana heima... Ef mér skjátlast ekki þá munu tveir til þrír piltar gera tilkall til hennar, alla veganna tveir eins og staðan er í dag. Segi ekki meir. Er orðinn spenntur fyrir bústaðnum, það verður gott að komast frá stórborginni Reykjavík, í bústað út í sveit í kuldann til að slaka á, sofa og éta.

|