hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

laugardagur, ágúst 14, 2004

Lónsöræfin voru...

Compeed, hlátur, grátur, G. Pétur, grill, Illikambur, göngustafir, Valgerður, Freyr, sólkrem, logn, Egilssel, Baldvin, Kollumúli, klámvísur, brjóst, Sirrý, Tom Yum, koníak, háfjallasól, KASK, lofthræðsla, smyrlar, hold, sviti, fossar, súkkulaði, villur, hyljir, Gurrý, böð, sólbruni, Manda, Addi, skyr, sólböð, göngubrú, gaman, Þóra, aðalbláber, prump, vatn, kílómetrar, sól, Víðidalur, Grund, silungur, Beta, mosi, piss, hitamet, Steindór, kóngulær, stjörnuhröp, spjall, bjór, hljómsveitin Nælon, skyr.

Fullt af myndum á myndablogginu.
Nú er maður hálfleiður að vera aftur kominn til byggða. Mig langaði ekki að heyra fjögurfréttir í dag þegar einhver í bílnum stakk upp á því... Og fyrsta hringingin í gemsanum hljómaði ekki sérlega spennandi. Í gærkvöldið rigguðum við upp grillveislu á um fimmtán mínútum, strax og við komum í bústaðinn. Og grillmaturinn rann ljúflega niður. Ferðin var frábær, hátt í fimmtíu kílómetrar gengnir á þremur dögum og allt gekk eins og í sögu. Böðuðum okkur í fossi fyrsta daginn sem var alveg einstök tilfinning. Annars ómögulegt að pikka eitthvað eitt út...

Tvær vinnuvikur fram undan og þá lýkur sumrinu. HH heldur af landi brott 2. september. Og já, meðan ég man... E-s konar partý eða hittingur á Ölstofunni laugardaginn 28. ágúst næstkomandi, allir velkomnir; um að gera að taka kvöldið frá í almennt skrall til að fagna hausti og nýjum tímum.

Og. Hlátur. Meira að segja Kirkjuhúsið tók þátt í hátíðahöldum okkar kynvillinga um seinustu helgi. Í glugga þess mátti sjá regnbogafána, líkt og í öðrum gluggum á Laugaveginum. Á að túlka það sem hræsni eða þá að innan kirkjunnar finnist nútímafólk með viti? Eða á kannski bara ekkert að túlka fánann í glugganum yfirhöfuð?

Nú þarf að takast á við siðmenninguna á ný eftir að hafa látið allt slíkt lönd og leið í nokkra daga. Síðar.

|

sunnudagur, ágúst 08, 2004

Laskaðar skáphurðir...

Allir að springa úr stolti eftir helgina, nema kannski þeir sem hlupu á sig sökum óhóflegrar áfengisneyslu. Svo voru aðrir sem stukku bókstaflega út úr skápnum með brambolti, brutu herðatrén og rifu hankann af skáphurðinni í offorsinu. Skál.
Á morgun leggjum við í hann austur og á þriðjudagsmorgun hefst gangan mikla... Það verður ljúft að komast út í bláinn og úr farsímasambandi.
Síðar, miklu síðar.

|