hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

mánudagur, ágúst 08, 2005

Sofnaði uppi í sófa...

...klukkan hálfníu í gærkvöld. Skreið þaðan upp í rúm. Svona nokkuð hefur ekki gerst lengi. Eftirköst helgarinnar... Er ég kannski að verða gamall?

Mig vantar tíma. Hann líður einfaldlega of hratt, hleypur frá mér. Langar að lesa bækur en kemst ekki einu sinni yfir dagblöðin. Slíkur er tímaskorturinn.

Heyrði fatlaðan mann segja rætinn hommabrandara um daginn. Mjög fyndinn reyndar og mér að skapi. Það var undarleg tilfinning. Þessir minnihlutahópar.

|

sunnudagur, ágúst 07, 2005

Klukkan er...

... 9.04 þegar þetta er skrifað. Ég var inni á kaffistofu fyrir augnabliki að fá mér kaffi. Renndi þá yfir atburði næturinn í huganum. Og öskraði úr hlátri. Aleinn... Það sváfu nefnilega sjö manns á Hverfisgötunni í nótt, frá Suður-Afríku, Svíþjóð, Danmörku og Íslandi. Og þetta er ekki það sem þið haldið, langt í frá. Gaman. - Skemmtilegur eiginleiki sem ég vildi ekki vera án; að geta hlegið að ólíklegustu hlutum.

Ég er í öskrandi bláum sokkum við svört jakkaföt. Ekki vegna þess að ég sé hífaður. Vegna þess að ég er litblindur. Á leið í vinnu áðan, eftir tveggja tíma svefn, hengdi ég þvott. Líf mitt er sumsé þrungið spennu og ég lifi á ystu nöf.

Helgin hefur verið óóóskaplega góð til þessa og HH er á nítján daga vinnutörn, sjö dagar í striklotu eftir.

Mamma og pabbi gáfu mér kúst og fægiskóflu í kynvillingslitunum í gær og eru þeim hér með færðar þakkir.

Gígja og Gunnar eru búin að eignast litla Ástu.

Líf og fjör. Síðar.

|