hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

Lifa til að vinna eða vinna til að lifa?...það er stóra spurningin.

Frá því ég bloggaði seinast hef ég...

-eignast miða á Kylie og Portishead tónleika, þó ekki saman.
-hlustað á Jódísi segja mér frá karlinum í tunglinu.
-hafið átak um að skoða ekki vinnupóst utan vinnutíma. Gengur illa.
-skroppið til Gautaborgar, í fyrsta sinn.
-hugsað um hvað mér finnast peningar leiðinlegir.
-litið upp til Bridget Jones sem andlegs leiðtoga.
-lokið við Þúsund bjartar sólir. Eeeeiiinstaklega góð, einstaklega.
-...og byrjað á Davíð Loga, Velkominn til Bagdad.
-líka gluggað í End of Faith eftir Sam Harris, mjög merkileg bók.
-drukkið kaffi með finnsku heimskonunni Susönnu.
-óskað karli föður mínum til hamingju með 55 ára afmælið.
-farið í kollhnís með Jódísi. Hún var liprari.
-hugsað um hvað mig langar á hestbak.
-fengið aulahroll yfir danskennslu á Disney rásinni.
-dáðst að húsráðum Írisar sambýliskonu.
-samfagnað Dönum á Ráðhústorginu þegar þeir urðu Evrópumeistarar í handbolta.
-séð nettan Hróa Hött í Jóhannesi í Bónusi á Seltjarnarnesi (Skírisskógi).
-munstrað mig á stutt námskeið Blaðamannaháskólans í Árósum.
-leitað logandi ljósi að íbúð.
-talið það ellimerki að hlakka mest til þess um helgi að geta vaknað snemma, farið í rækt, drukkið kaffi og lesið blöð.

Fleira er það ekki að sinni... Jökulkuldi á Íslandi á morgun.

|