
Halelúja...
Fór í afríska messu með Lauri, sannkristnu klappstýruvinkonu minni í gærmorgun. Í sama húsnæði og ræktin mín. Musteri Jesúss og Adonis, undir sama þaki. Fallegt. Ógurlega gaman fyrst, stuð, dans og læti og vinalegt fólk. Minna gaman þegar hvítur, miðaldra ístrubelgur, nýkominn úr tveggja ára löngu námi úr Biblíuskóla í Tulsa, hóf að prédika. Hann sýndi okkur myndir af mótorhjólinu sínu, Benzinum, húsinu, fallegu dætrunum og skjallaði kengbiluðu konuna sína sem sat á fremsta bekk, í dragt úr fjólubláu gardínuefni. Amen. Þvílíku djöfulsins beinasnarnir og heilaþvotturinn. Svo þrumaði hann: ´Samkynheigðir eru ekki beint skíturinn undir skónum ykkar en þeir breyta rangt, þeir syndga´. Undir þessu sátum við Lauri og mér leið eins og ég væri bersyndugasti maður Norðan Alpafjalla. Og bálreiður. Læddumst út fyrir rest, út í rigninguna, svo lítið bæri á.
Filmubúturinn er frá Sri Lanka í janúar, þar sem allt er að fara til andskotans.