hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Veit Bush...

...að Guðna Ágústssyni finnst hann skulda íslensku þjóðinni fyrirgefningu? Hvað ætli Valla ráðherra af Lómatjörn segi?

Hvernig fagnar maður glimrandi góðri einkunn fyrir MA-ritgerð sem var að berast í pósti? Ef maður er eins flippaður og ég, þá er það gert með ABBA, AB-mjólk, kaffi, þvotti, dagblaðalestri, símtali við foreldrana og vin sem var upptekinn við að táldraga flugþjón einhvers staðar og mátti ekkert vera að því að tala við mig.

Dreymdi Pál Útvarpsstjóra. Hann sat á rúmstokknum hjá mér og fór yfir málfar mitt í frétt. Mér hafði orðið á. Í fjórgang.

Annars er ég aftur byrjaður að vinna of mikið. Er alltaf jafnhissa þegar kortið sem ég ber um hálsinn virkar ekki til að opna dyrnar að Hverfisgötunni, finnst alltaf eins og allar dyr séu búnar skynjara eins og upp í RÚV. Einhvern veginn það mikið að gera þessa dagana að dagblöðin sem ég ætti að lesa að morgni dags, les ég að ganga tvö um nótt, tæpum sólarhring síðar...

Fótboltaæfingar með Strákafélaginu Styrmi, ganga vel. Óóóóskaplega gaman. Ég hef ekki enn verið beðinn um að hætta að mæta. Ef allt gengur vel er Evrópumót framundan í Lundúnum og heimsmeistaramót í Argentínu. Múhahhah. Enginn veit sína ævina...

Finnst líf mitt annars dálítið breytt, eftir að ég datt í mötuneytinu. Líf mitt fyrir og eftir fallið.

|