hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

föstudagur, júní 11, 2004

Ég straujaði skyrtu...

...í gærkvöld en samt voru ekki jólin. Tímarnir breytast og mennirnir með. Segi ekki annað. Almenn bloggleti virðist ríkja meðal fólks, kannski góðviðrið spili þar inn í? Hengillinn á morgun í góðum félagsskap...

|

þriðjudagur, júní 08, 2004

Hvernig stendur á því...

að einu tölvupóstarnir sem ég fæ eru tilboð um typpastækkanir? Ég gæti tekið þetta persónulega en kýs að gera það ekki, þar sem ástæða til þess er nákvæmlega engin. Ég vil trúa því að allir netnotendur séu fórnarlömb pósta eins og þessara sem ásækja mig.
Annars er allt við það besta, ekki hægt að segja annað þegar veðurblíðan er svona gríðarleg. Hana nýttum við strákarnir um helgina, fór með Gulla og Pétri í frábæra útilegu á laugardag á Snæfellsnes. Eltum góða veðrið og enduðum á Malarrifi, tjölduðum þar í grennd við vitann í kvöldsólinni, löbbuðum í fjörunni og héldum dýrindis grillveislu. Gott ef við fórum ekki í höfrungahlaup líka, nokkur ár síðan ég gerði það seinast. Morguninn eftir var það kæfandi hitinn í tjaldinu sem olli því að ég skreið út úr því eldsnemma, til að leggja mig úti í sólinni, sem að sjálfsögðu skilaði sér í góðum sólbruna. Héldum sem leið lá á Ólafsvík þar sem við héldum Sjómannadaginn hátíðlegan og brunuðum þaðan í sund í Stykkishólmi. Gríðarlega ljúft.
Skrall á föstudag var gríðarlega skemmtilegt, við Vigdís kíktum á Ölstofuna. Myndir af öllum þessum skemmtilegheitum má sjá á myndablogginu hér efst til hægri. Þórir var víðs fjarri en hann er nýkominn heim frá Lundúnum.
Ganga á Hengilinn plönuð um næstu helgi ef allt gengur eftir, með Fríðu, Svönu, Ingu og Jóhanni. Sumar. Sól. Síðar.

|