hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

þriðjudagur, nóvember 27, 2007


Skammdegisólund og tungl í Gilleleje

Ekki einu sinni það að spila fatapóker í Gilleleje með félögunum, fullur blygðunarkenndar, og skarta að lokum ekki einu einasta fataplaggi, var nóg til að rífa mig upp. Reyndar óskaplega gott að komast út fyrir borgarmörkin...

Það er gestkvæmt þessa dagana í Kóngsins Kaupmannahöfn. Tengdó eru í heimsókn; Pétur, Birna, Siggi Toni, Agnes, Dagný, Arnar, Ægir, Xavier og Marco öll væntanleg á næstu dögum. Og svo eru eiginlega bara komin jól. Lesendum síðunnar til furðu, hef ég, Skröggur, ákveðið að bregða út af vananum og mun þess vegna ekki hafa mörg orð um fánýti jólanna, neysluna og skrumið, eins og verið hefur árviss viðburður undanfarin ár, um þetta leyti. Spurning um að taka bara virkari þátt í brjálæðinu? Jólin verða auk þess dönsk í ár.

Og já, þessu má ég ekki gleyma! Fréttirnar heima á Íslandi, um leynileg pókermót, finnast mér óstjórnlega fyndnar...

Spurningarnar tvær sem ég er að bögglast við að svara er hver tilgangurinn sé með þessu jarðlífi og svo hvað ég mundi gera ef ég ætti aðeins tíu mínútur eftir. - Mér finnst ég vita svarið við fyrri spurningunni, gengur bara erfiðlega að fara eftir því. Verra finnst mér að ég veit ekki hvað ég mundi gera við þessar helv... tíu mínútur. Það finnst mér slæmt...

|