hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

sunnudagur, apríl 24, 2005

Raddlaus, rauðeygur, rótkvefaður með ríghósta (skítt með káið)

Ekki árennilegur eða góður til heilsunnar eftir helgina. Lítið sofið en mikið sprellað og unnið.... Fussumsvei.

Lá í baði í klukkutíma áðan. Þyrfti að gera það oftar. Hugleiddi, fór að ráðum Indverjans - sjá fyrri færslu. Samdi meðal annars fyndnustu bloggfærslu allra tíma. Þetta er ekki hún. Man hana ekki. Mér finnst gaman í baði og mér finnst gaman að borða. Svo finnst mér gaman að vera innan um fólk. Held því að góð uppskrift að skemmtilegheitum sé að fara í heitt bað í góðum félagsskap og með fullt af mat...

Frá því ég bloggaði seinast...

- er ég búinn að peppa upp stúlku í strákamálum.
- óska vini sem er að verða flugfreyja, til hamingju.
- borða ætiþistla upp úr niðursuðudós; þeir brögðuðust eins og tennur.
- næstum ákveðið að leggja niður danska konungdæmið og kaþólsku kirkjuna. Tel um tímaskekkju að ræða í báðum tilfellum.
- velt því fyrir mér hvernig ég get fengið litla bróður til að taka faxið af bakinu á sér, honum er slétt sama þó það gægist upp um skyrtukragann að aftan.
- hlakkað til Parísarfarar og gert máttlausa tilraun til að rifja upp menntaskólafrönskuna, dans Paris au velos, ans des passes les autos, dans Paris au velos, ans des passes les autos. Og Pascal est triste ma elle non pleures pas. Þetta er mín franska. Harla nytsamleg.
- snýta úr nebbanum á mér um þremur sentilítrum af grænu hori.

Margrét Þórhildur fær sérinnfluttar franskar sígarettur fyrir sig til Danmerkur, tollar niðurfelldir og ekkert vesen. Tveir pakkar púaðir á dag enda er kerlingin með gulustu tennur norðan Alpafjalla. Hún vaknar um átta, níuleytið á hverjum morgni og snæðir morgunverð við dúkað borð í svefnherberginu. Oftast er það bara harðsoðið egg sem kerlingin étur. Hún borðar aðeins hafragraut þegar hún er í skíðaferð, því hann er svo þungur í maga, alltof þungur fyrir hverdaginn. Hádegisverðurinn er alltaf franskur og þrírétta með víni. Þessu greinir hún sjálf frá í glænýrri viðtalsbók sem eflaust selst eins og heitar lummur. Og skammast sín ekki hætishót. Er ekki hægt að eyða pening í eitthvað gáfulegra en að halda úti kóngum og drottningum, árið 2005?

Síðar, er að sofna fram á lyklaborðið...

|