
Kýrhaus
Skrýtnir dagar. Skrýtin símtöl. Reddingar. Góðar og slæmar fréttir.
Mig verkjar í allan skrokkinn. Kvefið er úr mér en í gær spilaði ég fótbolta, í gallabuxum. Verkjar mest í ökklann, mjaðmirnar og dálítið í innanverð lærin. Er haltur og stirður. Held ég hafi seinast snert fótbolta fyrir áratug, þá 19 ára, fyrir utan Kös, í 3. bekk máladeildar Menntaskólans að Laugarvatni. Í dag er gat á gallabuxunum mínum. En það var svo gaman.
Og myndin Da Vinci Code er óskaplega, óskaplega, hrikalega léleg. Næstum verri en Failure to Launch.
Og það er sól í Manchester...