hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

mánudagur, mars 21, 2005

Ert þú...

...sá eða sú sem fólk sest seinast við hliðina á í strætó? Íris vinkona segist vera það. Hvað ræður því hverjum maður sest við hliðina á og hverjum ekki? Fordómar fyrir feitu fólki, barnafólki, gömlu fólki, lituðu fólki, slæðukonum, illa lyktandi fólki, of fallegu fólki...? Eða er það kannski bara lyktarskyn sem ræður?

Og hver er Bjössi?

Afmælisbarn dagsins er Matthea, heimsborgari og mastersnemi, stödd á Íslandi eins og stendur. Saman höfum við á löngum ferli, grátið og hlegið, rifist og glaðst. Matta, fyrst allra, fyllti mig, líklega fyrir tólf árum síðan. Hún ætlaði að fleka mig. Matta borðar ís og les Andrés Önd. Saman áttum við góðan sprett um helgina. Ætla ekki að halda því fram að við höfum verið sexý þegar við blésum með röri ofan í drykkina okkar, á Vega um helgina, til að fá loftbólur og láta bubbla í gin og tónikkinu. Mette, þú ert ágæt. Til hamingju.

Var á bloggyfirferð. Hlátur. Skemmtilegar myndir inni á bloggi Kidda frá helginni, frá heimsókn Rögnu og Systu.

Rakst svo á ótrúlegan andskota inni á bloggi ammanna, sem eru reyndar dreifðar út um allan heim eins og stendur. Þar er að finna punkta úr minnisbók Sigurbjargar frá því við vorum í þriðja bekk á Laugarvatni... Þann 24. nóvember 1995 kyssti ég Kolbrúnu Kristínardóttur, man ekki hvort ég deildi rekkju með henni. Tveimur dögum síðar, á sunnudagskvöldi, fórum við Hildur Kristín á sunnó svokallað, sunnudagsfylleríi. Það man ég eins og hafi gerst í gær. Sátum á gólfinu í herberginu mínu, búin að safna saman vínafgöngum héðan og þaðan. Urðum ofurölvi, slöguðum niður í gömlu gufu þar sem mér mistókst að klifra yfir bárujárnsvegginn og skar mig þess í stað illilega og inn að beini á löngutöng vinstri handar. Fallegt ör vitnar um að ég var fluttur á Sjúkrahúsið á Selfossi klukkan þrjú um nótt til að sauma puttann saman. Man að ég, sem skólastjórnarfulltrúi, var kallaður inn til meistara morguninn eftir, skelþunnur með sáraumbúðir og pókerfés, þar sem hann ræddi við mig eitthvað allt annað en ævintýri næturinnar...

Síðar.

|