hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

fimmtudagur, maí 10, 2007



Er hægt að vera femínisti en vera með síló um leið?

Í dag varð ég fyrir hugljómun. Reyndar tveimur, við lestur dagblaða... Erfitt að koma til skila, en reyni þó...

Hvað ef fólk hættir að reyna að finna tilgang með lífinu, viðurkennir að hann er enginn og uppgötvar frelsið sem fólgið er í því? Þá þarf maður ekki lengur að bera sig saman við náungann eða leggja mælistiku á hamingju, afköst, peninga... Það er nefnilega svo andskoti erfitt að gera mannskepnuna ánægða - Um leið og einu markmiði er náð, setur hún sér það næsta, án þess að njóta nokkurs skapaðs hlutar. Svo er líka alltaf einhver sem er ríkari, klárari og betur af guði gerður en maður sjálfur. Maður á sem sagt að hætta að vera skúffaður og gefa þess í stað skít í allt, skít í konformisma og njóta lífsins. Orð dagsins.

Kaupmannahöfn er sem lömuð vegna þessa blessaða kóngafólks... Sænska slektið er í heimsókn hjá því danska... Umferð var stöðvuð um alla miðborgina í dag því þetta fólk, með bláa blóðið, lagðist svo lágt að sýna sig almúganum. Hundruð lögreglumanna, öryggisvarða og embættismanna eltust við rófuna á sér, á tímum hryðjuverka. Er ekki hægt að eyða peningum skattborgara í eitthvað viturlegra, árið 2007?

|

þriðjudagur, maí 08, 2007



Langaði bara að deila þessu með ykkur. Þessi bekkjarmynd er víst orðin 22 ára þó svo mér finnist sem gerst hafi í gær : )

Glansgallar og stór gleraugu voru móðins árið 1984, eins og myndin ber með sér. H klæðist þarna heimasaumuðum rauðum og svörtum galla, sérlega lekkert. Gleraugun, flöskubotnarnir, eru frá Árna B. Stefánssyni augnlækni.

|