hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

sunnudagur, desember 17, 2006


Þetta er árstíminn þegar Íslendingar eru orðnir öskugráir og bláir af sólarleysi. Myndin er tekin í Colombo á Sri Lanka fyrir tæpu ári. Húðhvítunarkrem. Einmitt það sem ég hef ekki þörf fyrir. Sat á Kaffitári áðan með mína eigin tónlist í eyrunum hátt stillta, til að yfirgnæfa jólalög og grátandi börn. Skröggur bregst ykkur ekki. Frá því ég bloggaði seinast er ég búinn að fara í stjörnum prýtt afmæli og velta fyrir mér hvort fólk í fjölmiðlum eigi að blogga. Svo er ég búinn að selja upp, kaupa mér bók Bókmenntafélagsins - Um sársauka annarra, eftir Susan Sontag, þramma Laugaveginn, éta mandarínur, fara á trúnó, hlæja að vini mínum sem hringdi í Neyðarlínuna þegar hann klemmdi sig á þumli (getiði hver). Og svo var mér auðvitað sent skot yfir barinn, af forkunnarfagurri stúlku. Þáði skotið og handlék svo brjóstin á Möttu til að koma því til skila að ég væri ekki konum sinnandi. Eða þannig. Og ég er búinn að fara í jólaglögg, tvö held ég. Og enn og aftur er ég byrjaður að telja daga. Nítján dagar í Köben, tuttugu í Tokyo. Gaman.

|