hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

fimmtudagur, janúar 01, 2004

Æ,æ hvert fór nú kommentakerfið mitt? Nú er þörf á hjálpsömum tölvunirði...

|

Tilraunir til að breyta útliti síðunnar á nýju ári.

|

Gleðilegt nýtt ár, allir saman. Nýju ári var fagnað til klukkan sex í morgun. Gulli, Þórir og Bjarni komu til mín á Hverfisgötuna um klukkan sex í gærkvöld og saman elduðum við, kjöftuðum og horfðum á annála og skaup. Gulli var lasinn og hefur verið hressari, það verður að segjast. Vorum uppi á Skólavörðuholti á miðnætti og fögnuðum nýju ári. Engar heitstrengingar um þessi áramót, þær voru okkur nefnilega bara til trafala á seinasta ári. Þá hafði áramótaheitið verið að byrja á núllpunkti í sem víðustum skilningi og að láta gamla ,,hluti" heyra sögunni til. Það tókst ekki. Í gærkvöld sagði Gulli að hans mottó væri aldrei að segja aldrei og mín stefna verður bara sú að njóta lífsins.
Bjarni fór svo heim til Haffa í partý, við hinir fórum til Ragnars í partý á Ingólfsstræti og í hópinn slóst viðhengi Gulla, Simone, auk Petru. Kvöldið varð svona ljómandi skemmtilegt. Frá Ragnari fórum við á Grettisgötuna í partý til Róalds og Sissós. Þar var fullt af spennandi og skemmtilegu fólki og þar ílengdumst við til að ganga sex. Þar voru Pétur, Dögg, Anna, Gísli, Hannes, Sif og fleiri og fleiri. Þetta er að sjálfsögðu ritskoðaða útgáfan af kvöldinu, annað er ekki hæft. Vorum samt sem áður prúðir sem endranær. Í gærkvöld var víst líka teiti hjá Möttu og þar ku hafa kviknað í sófa. Og fyrst minnst er á Möttu og konuna hennar, Ásdísi. Þær kusu frekar að borga sig inn á kynvillingaball en að kaupa sig inn á Todmobileball á Nasa nú nýverið. Maður spyr sig hvar hlutirnir fóru úrskeiðis í makaleit þessara stúlkna og hvenær hommavinir færðust ofar en skemmtun með kynvísum piltum, á forgangslistann...
Mikið líður tíminn annars alltaf hratt. Komið nýtt ár. Nýársdegi hef ég eytt uppi á Fréttastofu, með hjálp nokkurra hausverkjataflna. Vinn á Ölstofunni í kvöld og verð svo Katrín Páls í fyrramál, það er á hennar vakt í Fréttum. Gaman að því.

|