hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

sunnudagur, september 21, 2008


Frá því ég bloggaði seinast hef ég...
- bæði verið hnugginn og óskaplega glaður.
- sigrað í frjálsum stíl í Kvennaburði; óformlegri skemmtan norrænna blaðamanna. Hljóp 50 m með lesbíska valkyrju á bakinu, á 12,9 sek.
- upplifað syndaflóðið í Reykjavík, gert Urði rúmrusk og drukkið með henni gulrótarsafa.
- fundist ég lukkunnar pamfíll. - Hvað er pamfíll?
- velt fyrir mér offramboði á bleikum og bláum barnafötum, á kostnað brúnna og appelsínugulra, og mögulegra áhrifa á kynhlutverk og kvennabaráttu dagsins í dag. Ég minnist gulra rúllukragabola og brúnna flauelissmekkbuxna úr mínu ungdæmi.
- klökknað yfir öllu þessu góða fólki, sem ég á og var að eignast.
- lesið Naomi Klein, The Shock Doctrine og Dave Eggers, What is the What?
- saknað vina í löndum hér og þar.
- Hótað Guðlaugi vinslitum, en það er svo sem ekkert nýtt.
- bætt á mig 1 kg af mör.
- hangið ótæpilega á Kaffitári.
- étið hrefnu, harðfisk og pulsu með öllu, í hífandi roki í Reykjavík.
- ritskoðað myndbirtingar á Fésbók.
- og jafnframt fengið góðfúslegt leyfi tryggrar vinkonu fyrir birtingu annarrar myndarinnar við þetta blogg. Hin myndin hér að ofan er af fjallmyndarlegri mágkonu minni.

- gert mitt besta, í samstarfi við UNICEF, um að bjarga íbúum St. Vincent. Flókið og langt mál.
- lesið um nýjustu starfsgreinina í Kaupmannahöfn, ofurhetjur sem vaska upp og leysa úr hvunndagsvanda, gegn þóknun.
- gefið nýja diski Emilíönu góða dóma.
- og já, ég hef líka ákveðið að leggja niður Kjararáð og leggja svo til að íslenska þjóðin verði loks flutt á jósku heiðarnar, svo hún þurfi ekki lengur að hokra í örreytiskotum íslenskum sem stefna hraðbyri í gjaldþrot.
- þótt að það að lesa slæma þýðingu sé líkt og að stunda ástarmök í buxum.

|