hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

laugardagur, maí 28, 2005

Nýjar myndir!
... á myndablogginu.

|

fimmtudagur, maí 26, 2005

Staðreyndir um HH

- hann er sólbrunninn.
- hann saknar þess að heita Kevin.
- hann veit fátt betra en að henda hlutum.
- næstbest er að hlusta á hrossagauk og stelk úti í móa.
- hann á leðurjakka í stelpulit. Það segir Agnes frænka, fimm ára.
- hann var í dag spurður, af litlum frænda, Sigga Tona, hvort það hefðu verið til sjónvörp þegar hann var ungur.
- honum sárnaði en hélt andlitinu.
- hann las grein í gær sem kollbylti hugmynd hans um að ferðalög ykju víðsýni og væru holl. Og hann er enn hugsi.

|

Seinustu dagar...

Hmmmmm... Ljúfar kveðjustundir í Kaupmannahöfn, bjór, stefnumót með Emilie, Burger King með Írisi, sofið í sólinni í Kongens Have, djamm, Hotel Ascot, sólbað, svalir, Kastrup, (mér finnast flugvellir einmanalegir), söknuður, Ísland, Gulli og Sigga, Þristur, miðnætursól, flatkaka með rúllupylsu, lykt af hitaveituvatni (sem mér finnst góð), Hverfisgatan, sofandi Reykjavík, Kaffitár, Te og kaffi, Sundhöll Reykjavíkur, appelsín, Newsweek og GQ á Súfistanum, Tinna, Gígja og Ragnheiður, skyr, Bónus, lambakjöt, mamma og pabbi, frændsystkini, stórfjölskyldan, sumarnætur, spjall við eldhúsborð, mófuglar, kuldi, Hvolsvöllur, Kona með Bubba, pulsa með öllu, Útvarpsfréttir, tannlæknir, augnlæknir, reikningar, næturgöltr...

|