hedinnha@hotmail.com +45 29 36 77 08

mánudagur, febrúar 26, 2007

Þessa dagana...

...líður mér eins og ég sé að missa af einhverju, eigi að vera einhvers staðar annars staðar, verði að flýta mér. Líður eins og tíminn sé að hlaupa frá mér, sem er kannski ekkert fjarri lagi, ég verð bráðum eldri en ryk. En maður ætti líklegast að þakka fyrir að ná þeim áfanga... Það er engin eirð í mínum beinum. Snjóinn er sem betur fer að taka upp.

Mun ekki tjá mig um bolludag, Heiðmerkurtrén eða klámráðstefnu. Íslenskar fréttir geta verið svo skondnar. Spænskur kollegi minn er á leið til Íslands og var að hlæja að því að forsetinn, mr. Olafur Ragnar Grimsson, mundi taka á móti sér. Fréttirnar af fjaðrafokinu sem klámhundarnir komu af stað, hafa borist alla leið til spænskra stranda. Hugsa sér, umheimurinn veit þá af dvergríkinu!

Á miðvikudag fáum við margbrotna vinkona mín Íris Ohlesen, lyklavöld að Keplersgade. Gleðilegt.

Á mér er aðeins ein hraðastilling, ég get bara hjólað hratt, ekki aðeins hægar eða hægt. Bara hratt. Og svo verð ég að klára bækur sem ég byrja á. Var einmitt að ljúka við Human Cargo, sem er búin að liggja á mér eins og mara í nokkrar vikur. Þokkaleg.

Svo er ég byrjaður að reykja. Lisbeth, sem situr hinum megin við kontórinn minn, reykir svona fjóra pakka á dag, þannig að ég þarf ekki einu sinni að kaupa sígó, ég get bara dregið andann djúpt og þá finn ég menthol frískleikann og nikótínið hríslast um háræðarnar. Verst hvað mig svíður í augun.

Og svo er ég búinn að vera að velta þessu fyrir mér... Ekki það að maður hafi ekki rekist á texta eins og þennan áður... - The truth is that our finest moments are most likely to occur when we are feeling deeply uncomfortable, unhappy, or unfulfilled. For it is only in such moments, propelled by our discomfort, that we are likely to step out of our ruts and start searching for different ways or truer answers.-

Síðar...

|